Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Boditrax - ástandsmæling

Hver er þinn aldur miðað við líkamsástand?

Tölurnar þínar í Boditrax
Líkamsástandsmæling í Boditrax er háþróuð og nákvæm og notuð af virtum heilsustofnunum víða um heim. Með 30 sekúndna prófi færðu nákvæmar niðurstöður um 14 mismunandi þætti eins og:

  • vöðvamassa og grófa dreifingu á honum
  • fituhlutfall og dreifingu á henni
  • hlutfall kviðfitu sem er sú fita sem hættulegust lífsstílssjúkdómum
  • vatnsmagn í líkamanum
  • æskilega kjörþyngd
  • grunnbrennslu
  • aldur þinn miðað við líkamsástand
  • líkamsþyngdarstuðullinn (BMI)
  • beinmassa 

...og fleiri mikilvægar upplýsingar sem varða þína heilsu.

Niðurstöðurnar getur þú haldið utan um sjálfur á netinu, skoðað hvenær sem er, borið saman á milli mælinga og sett þér heilsutengd mælanleg markmið sérstaklega sniðin fyrir þína líkamssamsetningu.

Boditrax er tækni sem hjálpar þér að gjörbreyta heilsumarkmiðum þínum, gerir þau mun markvissari, mælanlegri og stuðlar að bættum árangri í þinni heilsurækt.

Það þarf ekki að bóka tíma

Þú mætir bara í móttökuna til okkar, kaupir þér leyfi í mælinguna og mælir þig svo.

Mæling með aðstoð þjálfara
Ef þú kýst að fá mælingu með aðstoð þjálfara þarf að bóka tíma hér neðst á síðunni.

Niðurstöðurnar þínar eru á www.boditrax.com eða í smáforritinu Boditrax.
Notandanafnið þitt er tölvupósturinn þinn og lykilorðið er það sem þú valdir.

Settu þér markmið og notaðu Myzone til þess að ná þeim! 
Notaðu upplýsingarnar úr Boditrax mælingunni og skráðu þær inn í Myzone. Myzone veitir þér þá nákvæmari upplýsingar um hve mörgum hitaeiningum þú brennir á hverri æfingu.