Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

TECHNOGYM SKILLRUN

Fyrsta hlaupabrettið með MULTIDRIVE™ tækni. Einstök og árangursrík tækni sem sameinar þol- og aflþjálfun í einu tæki.

Hvort sem þú ert atvinnu- eða áhugaíþróttamaður, maraþon- eða spretthlaupari þá mætir SKILLRUN þínum þörfum.

Hvað er Skillrun?
Skillrun eru engin venjuleg hlaupabretti heldur þau fullkomnustu sem til eru. Sleðinn og fallhlífin tryggja að þú þjálfar vöðva sem þú vissir ekki að væru til. 

Með Technogym Skillrun brettunum erum við komin upp á næsta stig og ekki aftur snúið. SKILLRUN er enn skemmtilegra, fjölbreyttara og árangursríkara og þú nærð lengra og lengra og þú hélst að það væri ekki hægt.

Helstu eiginleikar:

  • MULTIDRIVE™ tækni:
    Hlaupa-, þol- og aflæfingar í einu og sama tækinu.
  • SLEÐINN: 
    Stilltu viðnámið hátt og ýttu á handföngin á brettinu eins og þú sért að ýta sleða til að bæta spretthraða þinn.

  • FALLHLÍFIN: 
    Festu mittisólina við brettið og stilltu eins og þú sért að draga fallhlíf til að hámarka afl og hraða.
  • BIOFEEDBACK bætir afköst þín með því að sýna þér mælanleg hlaupagögn og skilvirkni á rauntíma.

  • -3% til +25% halli.

  • Hámarkshraði 30 km á klst.

  • BOOTCAMP viðmót þar sem hraði og halli breytist tvöfalt hraðar en í venjulegu viðmóti.

  • SLAT BELT tækni til að auka grip við sleðaæfingar og líkja eftir því að hlaupa utandyra á bundnu undirlagi.

Auktu fjölbreytileikann á hlaupaæfingum þínum og settu þér hærri markmið með SKILLRUN.

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka