Fit Pilates
Klassískt Pilates með kraftmeiri æfingum sem styrkja kjarna, bæta líkamsstöðu og auka liðleika. Fullkomið jafnvægi milli styrks, flæðis og vellíðunar.
Af hverju Fit Pilates?
Fyrir hverja er Fit Pilates?
Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum sem vilja styrkja líkamann á mjúkan en árangursríkan hátt og auka hreyfigetu í leiðinni. Áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu og hver og einn fylgir sinni getu til að halda góðri tækni í æfingunum.
Hvað segja námskeiðsþátttakendur um Fit Pilates?
"Æðislegt námskeið! Mjög góðar æfingar sem stuðla að streitulosun og sterkari grunnstöðu líkamans. Einnig hef ég fengið ýmis ráð varðandi tækni og heilræði sem ég hef notfært mér í t.d. hlaupum og lyftingum. Mæli 100% með þessu námskeiði og þjálfara."
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku í hlýjum sal (28°)
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.
- ** Athugið að í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Mikilvægt er að mæta með eigið jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu.
ATH! Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað. Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.