Fara yfir á efnissvæði
Gerast meðlimur
Mínar síður
Tímatafla

Hjólaþjálfun

3. febrúar
8 vikur
37.900 kr. 4.738 kr. á viku
79.900 kr. 9.988 kr. á viku
Netgíró

Byggðu upp þol, styrk og betri tækni á hjóli 🚴‍♀️
Markviss og öflug hjólaþjálfun sem eykur úthald, styrkir hjarta- og æðakerfið og bætir líkamsbeitingu á hjóli og hjólatækni. 

Af hverju Hjólaþjálfun?
Hjólaþjálfun er áhrifarík leið til að bæta þol og styrk án mikils álags á liðamót. Unnið er markvisst með grunnform, álagsstýringu og tækni sem eykur skilvirkni og stuðlar að betri upplifun á hjólinu. Vatta- og púlsmælingar gera æfingarnar enn markvissari og skemmtilegri, og stöðumat á tímabilinu hjálpar þér að setja þér markmið og fylgjast með framförum. 

Fyrir hverja er Hjólaþjálfun?
Hentar nýliðum jafnt sem lengra komnum og keppnisfólki. Æfingar eru auðveldlega aðlagaðar að getu hvers og eins þar sem þú stýrir alltaf þínu eigin álagi. Enginn sérstakur bakgrunnur er nauðsynlegur — aðeins vilji til að bæta þol, tækni og njóta þess að hjóla. 

Hvað segja námskeiðsþátttakendur um Hjólaþjálfun?
„Frábært námskeið hjá Ágústu og Eyjólfi, fagleg, gott viðmót og skemmtilegt. Ég hef náð gríðarlegum árangri á námskeiðinu og hef aldrei verið með eins gott hjólaþol.“ og „Frábærar æfingar og vel uppbyggðar hjá topp hjólafólki.“

-Ánægðir námskeiðsþátttakendur


Innifalið:

  • Hjólaþjálfun 2x í viku 
  • Aðgangur að lokaðri Facebooksíðu hjólahópsins
  • Aðgangur að Myzone púlsmælakerfi
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum 
  • Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum. 

ATH! Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað. Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

HJ1

þriðjudagur
kl. 07:10-08:25
Salur 4+5
fimmtudagur
kl. 07:10-08:25
Salur 4+5
Tímabil : 3 febrúar til 26 mars
Skrá á námskeið