Hreyfing og Vellíðan

Vandað æfingakerfi hannað af sjúkraþjálfara fyrir þá sem vilja fara varlega í þjálfun, þar á meðal fólk með stoðkerfisvandamál, lítinn æfingabakgrunn eða yfir miðjan aldur. Æfingarnar eru aðlagaðar þörfum hópsins og miða að því að bæta styrk, líkamsstöðu, hreyfigetu, liðleika, þol og jafnvægi — með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku hjá sjúkraþjálfara
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum
Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.
„Kennarinn kann sitt fag og sinnir þáttakendum eins og best er hægt að hugsa sér. Fylgist vel með að æfingar séu rétt gerðar og okkur fyrir bestu.Hún hefur lag á að gera æfingarnar á fjölbreyttan hátt og að halda áfram án þess að slóra; enginn tími til að láta sér leiðast!“