Infra Barre & Styrkur
Hin fullkomna blanda fyrir þá sem vilja styrkjast, liðkast og upplifa betri vellíðan í heitu umhverfi. Árangursrík styrktarþjálfun í 30–34° innrauðum hita. Æfingar með lóðum, teygjum, ketilbjöllum og við stöng sameina styrk, liðleika og þol á kraftmikinn hátt. Infra hitinn dýpkar vöðvavinnu og eykur blóðflæði.
Nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku í innrauðum hita
- Hvetjandi póstar frá þjálfara
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum
„Nadia er alveg frábær, leiðbeinandi, mjög skipulögð og þægilegt að fylgja henni. Hún er alveg upp á 10 og gott betur. Mjög gott að hún sé sjúkraþjálfi, skilar sér oft í allskonar "tipsum".“