Infra Method
Viltu upplifa þjálfun þar sem hitinn vinnur með þér og dýpkar árangurinn? 🔥🌿
Infra Method sameinar styrk, þol og liðleika í innrauðum hita sem eykur blóðflæði, losar spennu og gerir þjálfunina bæði kraftmikla og endurnærandi. Kröftugar lotur og fjölbreyttur styrkur í bland við mýkri æfingar eins og Pilates og Barre. Þú styrkist, liðkast og upplifir betri vellíðan — allt í einum tíma.
Af hverju Infra Method?
Infra Method er fjölbreytt og árangursrík þjálfun í 30–34° innrauðum hita sem sameinar kraftmiklar styrktaræfingar, rólegri og þyngri styrktarlotur, ásamt Pilates- og Barre-innblásnum hreyfingum. Unnið er með þungar ketilbjöllur, lóð og eigin líkamsþyngd sem skapar jafnvægi milli styrks, liðleika, úthalds og vellíðunar.
Fyrir hverja er Infra Method?
Hentar öllum sem vilja dýpka hreyfingu sína á uppbyggilegan og áhrifaríkan hátt.
Hvað segja námskeiðsþátttakendur um Infra Method?
"Nadía er frábær kennari, svo mikla útgeislun og hvetjandi - fyllir salinn orku og einstaklega flink með flæði tónlistar og æfinga", "Anna er einstakur þjálfari, uppbyggjandi og með frábærar og fjölbreyttar æfingar".
-Ánægðir námskeiðsþátttakendur
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku í innrauðum hita
- Hvetjandi póstar frá þjálfara
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum