Kraftur 2x í viku
Af hverju Kraftur?
Markviss lyftingaþjálfun sem styrkir alla helstu vöðvahópa, bætir líkamsstöðu og eykur grunnbrennslu. Þú lærir rétta tækni til að hámarka árangur með vel skipulögðu æfingakerfi þar sem álag, endurtekningar og jafnvægi eru úthugsuð. Hentar bæði byrjendum og lengra komnum, sérstaklega þeim sem vilja brjóta upp stöðnun í þjálfun.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.
ATH! Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað. Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.
„Bjarni er frábær þjálfari með gott auga hvar og hvað megi bæta í lyftingunum. Mjög hvetjandi í að láta mann lyfta þyngra. Námskeiðið er ávanabindandi! “