Lyftingar
Af hverju Lyftingar?
Aukinn alhliða líkamsstyrkur getur breytt lífinu. Markviss styrktarþjálfun í litlum hópi þar sem hver og einn vinnur út frá eigin getu. Þjálfunin er fjölbreytt með skemmtilegum áskorunum og erfiðleikastigið er aðlagað fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þú byggir upp styrk, aukið sjálfstraust í æfingum og betri líkamsvitund undir leiðsögn þjálfara. Uppbyggjandi námskeið í góðum hópi þar sem hver og einn vinnur að sínum markmiðum.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum pottum og gufuböðum
ATH! Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað. Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.
„Aldís er framúrskarandi þjálfari, með mjög góðar leiðbeiningar og hvetur okkur til að reyna alltaf aðeins meira á okkur heldur en við gerðum síðast. “