Fara yfir á efnissvæði
Gerast meðlimur
Mínar síður
Tímatafla

Silica Mud Mask

Til baka í vefverslun

Hreinsandi andlitsmaski sem inniheldur lífvirkan kísil Bláa Lónsins sem djúphreinsar og styrkir húðina. Dregur úr sýnileika svitahola og bætir áferð svo húðin fær frísklegt og tært yfirbragð.

 

Silica Mud Mask
Silica Mud Mask

Ítarlegri upplýsingar um vöru

ÁVINNINGUR

Djúphreinsandi maski sem styrkir náttúrulegt varnarlag húðar, dregur óhreinindi úr húðinni ásamt því að draga saman svitaholur og jafna áferð. Þessi heimsþekkti andlitsmaski er tilvalin til að nota í sturtu eða sem fyrsta skrefið í húðrútínu heima fyrir. 

- Mjúk og kremkennd áferð
- Án ilmefna
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar öllum húðgerðum og grænkerum

NOTKUN

- Berið Silica Mud Mask ríkulega jafnt á hreina húð. Forðist augnsvæðið.
- Látið bíða á húðinni í 5-10 mínútur.
- Skolið af með volgu vatni.
- Notið maskann eftir þörfum eða 2-3 sinnum í viku.