1 mánuður á námskeiði
Gjafakort fyrir 1 mánuði á námskeiði er frábær gjöf fyrir þann sem vill koma sér af stað í góðum hópi, með stuðning og eftirfylgd.
Í hverjum mánuði má finna fjölbreytt úrval námskeiða hjá Hreyfingu. Þar má finna námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á lyftingum, hlaupum, jóga, barre eða blöndu af mörgu.
Hvort sem fólk vill styrkja sig, liðka, öðlast hugarró eða auka kraft og þol má finna eitthvað við sitt hæfi.
Gjafakortið er andvirði eins mánaðar á námskeiði í Hreyfingu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x / 3x í viku eftir námskeiði
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.