Kraftur
Viltu auka styrk og ná meiri árangri í lyftingum? 🏋️
Kraftur er markviss og skipulögð þjálfun sem kennir þér rétta tækni, styrkir alla helstu vöðvahópa og eykur grunnbrennslu. Fyrir þá sem vilja taka næsta skref í styrk, jafnvægi og árangri.
Af hverju Kraftur?
Markviss lyftingaþjálfun sem styrkir alla helstu vöðvahópa, bætir líkamsstöðu og eykur grunnbrennslu. Aðaláhersla er á tækni og líkamsbeitingu í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu með það að markmiði að byggja upp alhliða styrk í líkamanum. Þú lærir rétta tækni til að hámarka árangur með vel skipulögðu æfingakerfi þar sem álag, endurtekningar og jafnvægi eru úthugsuð.
Fyrir hverja er Kraftur?
Hentar bæði byrjendum og lengra komnum, æfingar og þyngdir eru skalaðar upp og niður eftir getu hvers og eins. Frábært fyrir þá sem vilja brjóta upp stöðnun í þjálfun.
Hvað segja námskeiðsþátttakendur um Kraft?
"Ég get ekki lýst því hversu ánægð ég er á Krafti. Það er að verða komið 1 ár frá því ég byrjaði og ég hlakka til þess næsta. Ég hef bætt mig helling í þeim þyngdum sem ég lyfti, geðheilsan og heilsan hefur snarbatnað og ekki skemmir fyrir að ég hef misst tæp 9 kg. Bjarni er svo faglegur og flottur! Hann nær svo vel til hópsins og býr til svo flotta liðsheild. Það er ótrúlega gaman að mæta á æfingar!"
-Ánægður námskeiðsþátttakandi
Innifalið:
- Þjálfun 3x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.
ATH! Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað. Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.