Kraftur

Skipulögð lyftingaþjálfun sem styrkir alla helstu vöðvahópa og eykur grunnbrennslu. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum sem vilja hámarka árangur og brjóta upp stöðnun í þjálfun.
Innifalið:
- Þjálfun 3x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum.
Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.
„Ég get ekki lýst því hversu ánægð ég er á Krafti. Það er að verða komið 1 ár frá því ég byrjaði og ég hlakka til þess næsta. Ég hef bætt mig helling í þeim þyngdum sem ég lyfti, geðheilsan og heilsan hefur snarbatnað og ekki skemmir fyrir að ég hef misst tæp 9 kg. Bjarni er svo faglegur og flottur! Hann nær svo vel til hópsins og býr til svo flotta liðsheild. Það er ótrúlega gaman að mæta á æfingar!“