Hjól - Interval
Verulega hvetjandi, áhrifarík og markviss þolþjálfun á glænýjum Body Bike hjólum.
Áherslan í þessum tímum eru fjölbreyttar álagslotur (INTERVAL) sem keyra púlsinn vel upp, mynda mikinn eftirbruna ásamt því að vera frábær leið til að þjálfa þolið. Þú stýrir þínu álagi allan tímann.
Þú mætir með þinn eigin síma sem þú notar sem skjá á hjólinu en unnið er í gegnum Body Bike appið sem við hvetjum þátttakendur til að hlaða niður en það heldur utanum allar þínar æfingar og hægt að tengja úrið þitt og Myzone púlsmælinn við það.
https://apps.apple.com/us/app/body-bike-indoor-cycling/id1163240197
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.bodybike.bbsmartplus&hl=en