Á hvaða tímabili ert þú?
Helsta ástæða þess að íþróttafólk tímabilaskiptir þjálfun sinni er til að byggja upp þjálfunaráhrif í líkamanum til að ná sem bestum árangri í keppni, sem er þeirra aðalmarkmið. Önnur góð ástæða er til að forðast leiða og einhæfni í æfingunni.
Hvert er þitt aðalmarkmið?
Skiptu leiðinni í átt að markmiðinu þínu niður í styttri tímabil, t.d. 4-6 vikur með áfangamarkmiðum í átt að þessu stóra. Það hjálpar okkur að einbeita okkur að líðandi stund, skynja árangur og setja fjölbreytni inn á skipulagðan hátt.
Nærum það jákvæða í lífinu
Skrifaðu niður þrjú atriði sem þú ert þakklát fyrir í dag.