ÁJ Special
Á.J. Special er einn af uppáhaldsdrykkjum Ágústu Johnson og þaðan er nafnið komið. Enginn viðbættur sykur, engin gerviefni, aðeins náttúruleg hollusta.
Á.J. Special - uppskrift:
200 ml möndlumjólk
1/2 avocado
1,5 msk kakó
1/2 tsk kanill
3 - 4 döðlur
1/2 banani
1 msk hnetusmjör
Klakar eftir smekk
Drykkurinn er stútfullur af hollustu!
• Avocado
Hollt fyrir hjartað og getur stuðlað að lækkun kólesteróls. Inniheldur trefjar og holla fitu.
• Banani
Trefjaríkur, hollur fyrir hjartað og meltinguna.
• Kakó
Getur haft áhrif á lækkun kólesteróls og blóðþrýstings.
• Döðlur
Trefjaríkar, góðar fyrir meltinguna og beinin.
• Hnetusmjör
Holl fita, próteinríkt og fullt af vítamínum og fleiri næringarefnum.
• Möndlumjólk
Góð fyrir beinin, sjónina og hjartað.
• Kanill
Góður til að jafna blóðsykurinn og styrkja ónæmiskerfið.