Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Blómkál í stökkum hjúpi

Næring

Blómkál í stökkum hjúpi ásamt ávanabindandi, meinhollri og ferskri grænni sósu. 

Tilvalið í vefjur og taco, eða eitt og sér sem aðalréttur.

Í þessum rétti eru 16 mismunandi, næringarrík og holl matvæli sem öll styðja við og efla líkamsstarfsemi þína! 

Þumalfingursreglan er þessi: veldu þau matvæli sem líta út eins og þau koma frá náttúrunnar hendi, eða þú getur séð fyrir þér hvernig þeim hefur verið umbreytt úr sínu náttúrulega formi í hið nýja. Ekki velja matvæli sem þú skilur ekki hvernig eru búin til og innihalda ónáttúrulegefni sem þú þekkir ekki. 

Græna sósan
2 bollar ferskt kóríander
1 bolli fersk minta
1 hvítlauksrif
¼ bolli límónu safi
½ tsk kóríander (krydd)
½ tsk sjávarsalt
½ bolli kaldpressuð ólífuolía

Allt sett saman í blandara og þeytt saman. 

Blómkálið: 1 stór blómkálshaus (eða 2 litlir) 

Lögur: 3 - 4 egg eða 1 bolli ósykruð plöntumjólk

Hjúpur
1 ½ bolli cashew hnetur
1 tsk sjávarsalt
¼ tsk cayenne pipar
1 tsk hvítlaukssalt
2 tsk karrý 
2 tsk rauð papríka
½  tsk cumin
3 msk maísmjöl 

Kaldpressuð ólífuolía eða avocado olía

Aðferð: Hitaðu ofninn í 200°C.
Settu smjörpappír á bökunarplötu og geymdu til hliðar. Settu rúmlega botnfylli af vatni í pott með loki og fáðu suðuna upp.
Skerðu blómkálið í rúmlega 1 cm þykkar sneiðar. (Sneiðarnar verða misstjórar, stærstar þar sem miðja blómkálsins var og minnstar á endunum. Það kemur ekki að sök.)
Því næst gufusýður þú blómkálið í 5 mínútur. (Ef þú átt ekki gufupott getur þú notað sigti. Þá setur þú sigtið, með blómkálinu í, ofan á brún pottsins með sjóðandi vatninu í og tyllir pottlokinu ofan á..)

Hrærðu 3-4 egg saman í djúpum disk eða skál og geymdu til hliðar. (Þú getur vel notað ósykraða plöntumjólk í stað eggja, en þá getur verið erfiðara að fá hjúpinn til að loða við blómkálið.)

Kryddhjúpinn útbýrð þú með því að setja allt saman í blandara/matvinnsluvél eða undir töfrasprotann og þeyta þar til allt er maukað saman. Hjúpinn setur þú svo sömuleiðis í djúpan disk og hefur til hliðar. 
Þegar blómkálið er gufusoðið tekur þú það úr sigtinu, veltir hverri sneið fyrst upp úr egginu (eða plöntumjólkinni), síðan kryddhjúpnum og leggur að lokum á bökunarplötu með pappír á. 

Skvettu svo ólívuolíu eða avocadoolíu yfir blómkálið með hjúpnum áður en þú stingur plötunni inn í ofn og bakar í 20-30 mín, eða þar til það er orðin gullinbrúnt. 

 

blomkal.jpg
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka