Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Chia fræ - sannkölluð ofurfæða

Næring

Það er sífellt að koma betur í ljós hversu heilsusamleg og góð chia fræ eru. Þau eru saðsöm, afar næringarrík, stuðla að heilbrigðri þarmaflóru og hjálpa auk þess til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Hér á eftir tilgreinum við jákvæðu eiginleika chia fræja og hvetjum þig um leið til að bæta þeim við mataræðið þitt!

Chia fræ eru einstaklega trefjarík fæða, 2 msk innihalda um 11 gr af trefjum. Rannsóknir hafa sýnt að trefjarnar í chia fræjum bæta meltinguna og draga úr sveiflum í blóðsykri þannig að blóðsykurinn hækkar minna en ella. Þegar við neytum hollra trefja reglulega verður matarlyst okkar heilbrigðari og við verðum minna sólgin í óhollustu. Sýnt hefur verið fram á að góðir trefjar koma í veg fyrir og draga úr offitu og minnka líkurnar á sykursýki 2.

Chia fræ draga í sig vökva og bólgna verulega út. Þau eru því saðsamari en mörg önnur trefjarík fæða og veita þægilega magafyllingu þegar við neytum þeirra. Okkur líður gjarnan eins og við höfum neitt meiri matar en við höfum í raun gert. Chia fræ eru því frábær kostur í þegar við viljum létta okkur og losna við aukakílóin.

Chia fræ eru ekki einungis trefjarík heldur innihalda þau líka mikið magn af omega 3 fitusýrum, andoxunarefnum og próteini. Þar að auki eru þau rík af kalki og magnesíum,  járni, zinc, kopar og mangan! Allt eru þetta mikilvæg byggingarefni líkamans.

Chia fræ eru rík af andoxunarefnum! Sindurefni, verða til í líkama okkar þegar frumur eldast og brotna niður. Þau eru afar hvarfgjörn og geta því valdið lifandi frumum í líkama okkar skaða, stuðlað að ótímabærri öldrun og aukið líkurnar á krabbameinum. Andoxunarefni hlutleysa sindurefni og koma í veg fyrir skaðleg áhrif þeirra. 

Chia fræ eru líka góður próteingjafi. Það er því tilvalið að bæta chia fræjum við máltíðina þína, hvort sem það er út á salatið, í heilsudrykkinn eða einfaldlega ein msk út vatnsglasið á morgnana. 

Chia fræ innihalda flókin kolvetni sem tekur líkamann mun lengri tíma að melta og vinna úr heldur en einföld kolvetni. Það þýðir að orkan sem þú færð úr chia fræjum nýtist þér lengur. Chia fræ eru því vinsæll orkugjafi hjá t.d. langhlaupurum. 


Það er auðvelt og bráðsniðugt að bæta chia fræjum við hvaða máltíð sem er!

Á Instagram Hreyfingar, í highlights, finnur þú uppáhalds uppskriftirnar okkar sem margar hverjar innihalda einmitt chia fræ! 

Njótið vel og lengi!

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka