Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Drekktu vatn!

Næring


Aldrei er góð vísa of oft kveðin: Drekktu nóg af vatni á hverjum degi. Mannslíkaminn er um 70% vatn en almenn vatnsþörf einstaklinga veltur á mismunandi þáttum, s.s. hve mikið þú hreyfir þig, hitastigi
umhverfisins, búsetu og fleiru.

Á hverjum degi töpum við vatni úr líkamanum með öndun, svita og þvagi. Að drekka vatn er okkur því lífsnauðsynlegt til að halda allri starfsemi líkamans í jafnvægi og jafnvel vægur skortur getur
skert orku og valdið þreytu.

En hvað áttu að drekka mikið af vatni á dag?

Hér er viðmið sem gott er að hafa í huga:

  • Drekktu 2 - 2,5 lítra á dag af vatni.
  • Ef þú ferð í heitan tíma þá þarftu meira vatn.
  • Ekki drekka meira en 4 lítra á dag.
  • Drekktu jafnt og þétt yfir daginn

Þú ættir í raun aldrei að finna fyrir þorsta - líkamanum vantar vatn áður en þú finnur fyrir þorsta. Gott er að drekka vatn fyrir, á meðan og á eftir líkamsræktaræfingu til að forðast þreytu og ofþornun.
Ef þú svitnar mjög mikið á æfingu eða í heitum tíma þarftu mögulega á einhverjum öðrum vökva að halda þar sem mikil vökvalosun á stuttum tíma veldur salt og natríumskorti. Þá er gott að
drekka þrúgusykursdrykki, þynntan ávaxtasafa eða annað sem gefur steinefni og vökva auk sykra eða kolvetna sem orkugjafa.
Dagsdaglega er best að drekka venjulegt vatn, en einnig er hægt að drekka kolsýrt vatn, lífrænt og náttúrulegt jurtate, t.d. grænt te, og vatn með sítrónu út í eða öðrum ávöxtum.
Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti þurfa sérstaklega á vökva að halda. Konur með barn á brjósti ættu að drekka u.þ.b. 3-4 lítra af vatni á dag.

Vissir þú að:

  • Tvö vatnsglös að morgni örva innri líffæri til starfa.
  • Eitt glas af vatni hálftíma fyrir máltíð hjálpar til við meltinguna.
  • Eitt glas af vatni fyrir svefninn getur komið í veg fyrir heilablóðfall og hjartaáfall.

Sítrónuvatn

  • Sítrónur eru ríkar af C-vítamíni. Þær koma jafnvægi á sýrustig (ph-gildi) líkamans því þrátt fyrir að þær séu súrar þá verða þær basískar þegar við neytum þeirra.
  • Sítrónur örva meltingu og hjálpa líkamanum að skola út óæskilegum efnum.
  • Sítrónur draga úr andremmu og jafnvel tannholdsbólgum.

Hér er viðmið sem gott er að hafa í huga:

  • Drekktu 2 - 2,5 lítra á dag af vatni.
  • Ef þú ferð í heitan tíma þá þarftu meira vatn.
  • Ekki drekka meira en 4 lítra á dag.
  • Drekktu jafnt og þétt yfir daginn

Drink it now - vatnsflaska

3.590 kr. 2.872 kr. -20%

Chilly's S2 Sport Flip Bottle

6.950 kr. 5.560 kr. -20%

Camelbak Straw Mug

6.990 kr. 5.592 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka