Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Ef til væri undralyf

Hreyfing

Ef til væri lyf sem í litl­um skömmt­um kæmi í veg fyr­ir al­genga lífs­hættu­lega sjúk­dóma og drægi úr hættu á ótíma­bær­um dauða, án allra auka­verk­ana, mynd­um við ekki öll taka þetta lyf dag­lega?

Ef sannað væri að lyfið myndi til dæm­is gera eft­ir­far­andi: 

  • Minnka lík­ur á dauðsföll­um af völd­um hjarta­sjúk­dóma og ákveðinna teg­unda krabba­meina.
  • Spilaði stórt hlut­verk í að koma í veg fyr­ir áunna syk­ur­sýki, insúlí­nviðnám, gigt, beinþynn­ingu, offitu og of háan blóðþrýst­ing.
  • Bætti geðheilsu og ynni gegn þung­lyndi.
  • Yki orku, sjálfs­ör­yggi og kyn­virkni.
  • Drægi úr lík­um á vits­muna­hrörn­un og heila­bil­un.
  • Gæfi börn­um enda­lausa upp­sprettu orku til leikja og gleði, styrk og aukið sjálfs­traust.

Lyf sem eyk­ur ávinn­ing með væn­um reglu­leg­um skömmt­um. All­ir gætu notað lyfið án þess að þurfa ávís­un frá lækni og það myndi ekki kosta heil­brigðis­kerfið krónu. 

Erum við að tala um lyf sem gæti valdið bylt­ingu? Lyf sem gæti sparað heil­brigðis­kerf­inu gríðarlega fjár­muni ár hvert og ef til vill lyft grett­i­staki í því að létta á buguðu kerf­inu.  

En bíðum hæg... ÞETTA LYF ER TIL og hef­ur í grund­vall­ar­atriðum verið til frá upp­hafi mann­kyns.  

Á und­an­förn­um árum hef­ur fjöldi rann­sókna leitt í ljós ít­rekað, sann­an­lega virkni þessa töfra­lyfs.

Er ekki vert að skoða aðeins nán­ar þetta undra­lyf sem vita­skuld ætti að vera mest ávísaða lyf í heimi?

Fyr­ir efa­semd­ar­fólk þarf traust­ar sann­an­ir fyr­ir virkni þess, rétti­lega, því hrein­lega hljóm­ar það of gott til að vera satt.

Niður­stöður glæ­nýrr­ar rann­sókn­ar, þeirr­ar stærstu á heimsvísu sem birt var 8. ág­úst síðastliðnum í Europe­an Journal of Preventi­ve Car­di­ology.

Niður­stöður sam­tals 17 rann­sókna sem um 227.000 sjúk­ling­ar tóku þátt í, sýndu að aðeins lít­ill skammt­ur af lyf­inu dró veru­lega úr hættu á ótíma­bær­um dauða. Við hverja smá aukn­ingu á „skammt­in­um“ urðu áhrif­in enn meiri.  

Lík­lega er les­end­um nú orðið ljóst um hvaða undra­lyf er hér að ræða, jú, það er hreyf­ing.

Áhuga­verðu frétt­irn­ar eru þær að það er ekki nauðsyn­legt að ham­ast, puða, strita og pollsvitna til að njóta ávinn­ings. Næst­um all­ir, fólk á öll­um aldri, í mis­góðu lík­ams­ástandi, geta hreyft sig svo það skili markverðum ár­angri. Það er eins ein­falt og auðvelt líkt og að setja einn fót fram fyr­ir ann­an, skref fyr­ir skref, og margþætt­ur ávinn­ing­ur er ótrú­leg­ur. 

Nán­ast all­ir geta notið góðs af hreyf­ingu. Jafn­vel minni hátt­ar hreyf­ing hef­ur gríðarlega já­kvæð áhrif, sér­stak­lega þegar við eld­umst. Rann­sókn­in stóra sýndi enn frem­ur fram á sterk­ar vís­bend­ing­ar þess að kyrr­setu­lífs­stíll geti stuðlað að hjarta­sjúk­dóm­um og leitt til styttra lífs.

Sagt hef­ur verið að góð heilsa sé ekki bara spurn­ing um heppni og oft er hægt að meðhöndla slæma heilsu án þess að gleypa töfl­ur sem mögu­lega eru í raun aðeins plást­ur og geta fram­kallað slæm­ar auka­verk­an­ir. Lífs­stíls­sjúk­dóm­ar verða til, eins og heitið gef­ur til kynna, vegna lé­legs lífs­stíls, reyk­inga, slæms mataræðis og hreyf­ing­ar­leys­is.  

Í gegn­um tíðina hafa rann­sókn­ir eft­ir rann­sókn­ir sýnt að fólk sem hreyf­ir sig ekki er í marg­falt meiri hættu á að deyja það ár en þeir sem hreyfa sig reglu­lega. Hætt­an á ótíma­bæru dauðsfalli af völd­um hreyf­ing­ar­leys­is er tal­in þris­var sinn­um meiri en af skaðleg­um áhrif­um reyk­inga. 

For­varn­ir eru besta meðferðin við mörg­um sjúk­dóm­um og bæta lífs­gæði til muna. Hreint og klárt má segja að lyk­ill­inn að heil­brigði og bætt­um lífs­gæðum æv­ina út er hreyf­ing.

Tök­um fulla ábyrgð á eig­in heilsu, hreyf­um okk­ur og þjálf­um lík­amann reglu­bundið, allt árið, alla ævi.  Gerðu það besta sem þú get­ur fyr­ir heils­una þína og aldrei hætta því.  Það ger­ir það eng­inn fyr­ir þig.


Ágústa Johnson

MZ Switch

24.990 kr. 19.992 kr. -20%

Manduka Jógahandklæði - einlit

11.990 kr. 9.592 kr. -20%

Chilly's S2 Sport Flip Bottle

6.950 kr. 5.560 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka