Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Er glútein óhollt?

Næring

Töluvert er um að fólk sé að forðast glúten án þess að þjást af glútenóþoli (selíak). Margir heilsugúrúar tengja mikið af kvillum við glútenóþol og benda á fólk sem fengið hefur bót meina sinna eftir að glútenið var tekið úr fæðunni. Mikilvægt er þó að velta fyrir sér hvort að almennt bætt mataræði getur legið að baki bættri líðan (t.d. meira af grænmeti og ávöxtum) frekar en það að taka alveg út glúten. Nokkuð margir borða mikið af ljósu brauði og hefðu gott af því að skipta því út fyrir eitthvað annað, ekki út frá magni glúteins heldur t.d. aukins magns trefja.

Selíak er krónískur sjúkdómur þar sem þarmarnir verða fyrir skaða vegna glútens. Að vera með ógreindan selíak sjúkdóm getur verið mjög alvarlegt og einkenni geta m.a. verið næringarskortur og þunglyndi. Eina meðferðin er ævilangt glútenlaust fæði (ekkert hveiti, rúgur eða bygg).

Greta_tiny.png

Gréta Jakobsdóttir 
Dr. í næringarfræði og einkaþjálfari

10 skipta skálakort

18.900 ISK 16.990 kr. -10%

10 skipta drykkjakort

15.900 ISK 13.990 kr. -12%

10 skipta grautakort

7.900 ISK 6.990 kr. -12%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka