Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Glettilega góðar prótein pönnukökur

Næring

Það kemur á óvart hve kotasæla fer vel í pönnukökudeigi.  Hún gefur léttleika í deigið en hefur ekki áhrif á bragðið.  Það má einnig nota gríska jógúrt í stað kotasælu, en hún gefur aðeins súrari keim sem kallar e.t.v. á smá sætu á móti, t.d. msk af Good Good sírópi. 

3/4 b. kotasæla
2 egg
½ b. haframjöl (gjarnan lífrænt)
1 skeið vanillu próteinduft (ég nota Bone Broth vanillu frá Ancient nutrition, en má líka nota annað, t.d. Now sykurlaust)
1-2 tsk vanilla
Sjávarsalt á hnífsoddi
Fersk ber sem meðlæti

Blandið öllu saman í blandara þar til kekkjalaust. Deigið á að vera fremur þykkt líkt og f. Amerískar pönnukökur.  Ef þarf að þynna lítið eitt má blanda ½-1 msk af vatni eða möndlumjólk.   Bakið á viðloðnarfrírri pönnu við miðlungs hita þar til fallega gullinbrúnar.

Sérlega góðar með ferskum berjum og e.t.v. Good Good hlynsírópi ef vill.  

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka