Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hreyfing hluti af þínu daglega lífi - 7 ráð!

Hreyfing

Það sem þú getur gert svo hreyfing verði hluti að þínu daglega lífi:

1) Umkringdu þig fólki sem ástundar heilbrigði og reglulega hreyfingu. Hreyfing og heilsusamlegur lífsstíll er nefnilega bráðsmitandi. 

2) Skráðu þig á námskeið, fáðu þjálfara til liðs við þig eða finndu þér æfingarfélaga úr hópi vina eða fjölskyldu. Aðhald og hvatning halda þér við efnið og stórauka líkurnar á því að þú náir markmiðinu um að hreyfing verði fastur hluti af lífi þínu. 

Þú finnur framúrskarandi þjálfara Hreyfingar hér: https://bit.ly/einka

3) Lestu bækur og greinar um heilsusamlegt líferni eða hlustaðu á hljóðbækur og hljóðvörp. Þú finnur góðar ábendingar um efni frá okkur á Instagram Hreyfingar

4) Settu þér raunhæf markmið tengd hreyfingu og heilsurækt. Ekki reyna að tileinka þér allt í einu eða hætta öllu í einu. Allt eða ekkert hugsunin er ekki nytsamleg þegar kemur að því að gera langvarandi breytingar. Þú getur til dæmis sett þér það markmið að gera alltaf eitthvað á hverjum degi.

5) Veldu þá hreyfingu sem þér þykir skemmtileg. 

6) Veldu þann holla mat sem þér þykir bragðgóður. 

7) Gerðu eitthvað á hverjum degi. Hvort sem það er  að gera 10 mínútna æfingu eða mun lengri, baka hollustu hrökkbrauð eða lesa einn kafla í bók um heilsu, skaltu gera eitthvað á hverjum degi þér til heilsueflingar.
Á Instagram Hreyfingar finnur þú uppskriftir, æfingar og margvíslegan heilsueflandi fróðleik þér til upplýsinga og hvatningar.


Mundu að allt er betra og skemmtilegra þegar hreyfing er fastur hluti af lífi þínu.
Byrjaðu að hreyfa þig strax í dag, fyrir þig!

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka