Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hrökkbrauð og grænt pestó

Næring

HRÖKKBRAUÐ

3 dl af blönduðum fræjum að eigin vali (t.d. 1 dl sólblóma-, 1 dl graskers-, ½ dl sesam- og ½ dl hörfræ)
2 dl möndlumjöl (í stað hveitis)
1 dl chiafræ (sem binda deigið saman)
2 dl vatn
1 tsk salt (hafsalt eða annað náttúrulegt salt)

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið þurrefnunum saman í skál. Bætið svo vatninu útí og hrærið við blönduna. Bíðið í um 10-20 mínútur á meðan chia fræin drekka í sig vatnið og blandan verður þéttari. 

Leggið þá smjörpappír á sléttan borðflöt, hellið blöndunni á pappírinn og leggið aðra smjörpappírsörk ofan á hana. Fletjið út með kefli eða öðru, t.d. glasi eða spaða.

Við mælum með að þykktin sé um 3 mm. 

Bakið í um 10 mínútur í ofninum. Takið þá deigið út, skerið í ferninga með t.d. pítsuhníf og snúið ferningunum við þannig að hin hliðin bakist. Ef deigið er of lítið bakað, mun reynast erfitt að snúa því og þá er tilvalið að baka það í nokkrar mínútur til viðbótar. Bakið svo hina hliðina í um 10 mínútúr til viðbótar, eða þar til það hefur fengið á sig ljósbrúnan lit. 

Í blönduna má blanda kryddum eftir smekk. T.d. oregano, chili, parmesan eða hverju öðru sem þér dettur í hug!

GRÆNT PESTÓ

1 heilt basilíku búnt  (hér er miðað við einn bakka af niðurklipptri basilíku)
½ poki af furuhnetum (m.v. 70 gr poka)
½ hvítlauksgeiri 
2 msk bragðgóð ólívu olía 
Salt eftir smekk.

Öllu skellt í matvinnsluvél, blandara eða undir töfrasprotann þar til blandan verður mjúk og fín. Saltið eftir smekk og bætið við olíu eftir smekk.

Líklega muntu klára pestóið um leið en ef þú vilt geyma það er gott ráð að setja pestóið í krukku með loki og hella örlítilli ólívu olíu yfir. Olían hilur yfirborðið og kemur í veg fyrir oxun.

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka