Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hugmyndir að hollu og góðu millimáli

Næring

Þegar líða tekur á daginn finnum við gjarnan fyrir löngun í smá hressingu.

Þá verður oft freistandi að grípa það sem hendi er næst. Kaffivélin er aðgengilega á flestum vinnustöðum og oft skemmtilegur samkomustaður í stuttum vinnuhléum. Við náum okkur í enn einn kaffibollann og stingum jafnvel upp í okkur sætum mola í leiðinni sem hefur afar neikvæð áhrif á blóðsykurinn og getur verið heilsuspillandi til lengdar.

En það er margt gott og fljótlegt annað hægt að næla sér í en kex og kaffi. 

Það jákvæða er að hugmyndirnar hér á eftir eru bragðgóðar, einfaldar og gefa þér raunverulega orku sem endist lengur en gerviorkan úr hvíta sykrinum og koffíninu.

  1. Spari chia grautur og banani… Chia grautur úr mjúkri og bragðgóðri kókosmjólk með Bourbon vanillu og sykurlausri “karamellusósu”  er ljúffengur á bragðið og fullkomið millimál sem uppfyllir löngunina í sætindi. Það tekur enga stund að laga grautinn, t.d. að kvöldi til eða áður en þú ferð í vinnuna. Taktu t.d. banana og graut í lokuðu íláti með þér í vinnuna og þú munt þakka þér fyrir það þegar líða tekur á daginn. Uppskriftina finnur þú hér! 

  2. Lífræn epli og möndlusmjör… Lífræn epli og bragðgott möndlusmjör er tilvalið millimál sem slekkur á sykurlöngun. Lífrænu eplin sem fást í matvöruverslunum eru margfalt bragðbetri en þau ólífrænu. Skerðu eplið í báta eða sneiðar og smyrðu smjörinu á.

  3. Hrökkbrauð og grænt pestó… Er afar heilsusamlegur og góður kostur og fljótlegt að fá sér sem millimál. Ef þú gefur þér tíma til að gera þitt eigið hrökkbrauð og pestó heima, muntu sannarlega njóta “erfiðisins” dagana á eftir. 

    Einfaldar og bragðgóðar uppskriftir af hrökkbrauði og grænu pestói finnur þú hér!

  4. Sódavatn með engifer og sítrónu… Ef þú ert hrifin(n) af engiferbjór eða -öli er þessi drykkur sannkallað leynivopn þegar kemur að því að hressa þig við á daginn. Þegar sykurpúkinn fer að gera vart við sig skaltu prufa að svara honum með þessum drykk. Hafðu tiltækt í kælinum heima eða í vinnunni dós(ir) af sódavatni, flösku af engiferskoti (t.d. frá Himneskri hollustu) og flösku af sítrónusafa (t.d. frá Himneskri hollustu). Þú einfaldlega opnar dósina og slettir úr engiferflöskunni og sítrónuflöskunni beint ofan í hana ískalda. Bragðið minnir á engiferbjór og drykkurinn er afar hressandi!

  5. Papriku bátar og hummus… Ef þú gætir þess að eiga papriku í ísskápnum (hvort sem er heima eða í vinnunni) og góðan hummus (keyptan eða heimalagaðan) ertu í góðum málum. Sneiddu paprikuna í báta og smyrðu vænu lagi af hummus í hvern bát. Ennþá betra er að hella góðri ólívuolíu yfir bátana (sem eru eins og litlar skálar) og strá náttúrulegu salti yfir. Þetta millimál er mjög gott með svalandi vatnsglasi eða myntute.

  6. Myntute… Myntute frá bæði Kaffitári og Te og Kaffi eru afar bragðgóð, fersk og hressandi. Myntuteið bragðast vel heitt og jafnvel enn betur kalt. Ef þú ert mikill kaffisvelgur, gæti myntute komið sterkt inn seinnipartinn, í stað kaffis, enda hressandi og koffínlaust. 

  7. Hnetur og þurrkaðir ávextir… Settu saman þína eigin blöndu af hnetum og þurrkuðum ávöxtum og hafðu meðferðis í töskunni þinni í lokuðu íláti. Til dæmis blöndu af möndlum, pekanhnetum, kókosflögum, þurrkuðum apríkósum/gráfíkjum og jafnvel bitum af dökku, sykurlausu og lífrænu súkkulaði. Blandan verður oft enn betri með örlitlu salti. Lítil lófafylli af ljúffengri blöndu eins og þessari getur sannarlega verið kærkomið millimál með kaffinu, sódavatninu eða myntuteinu! 

  8. Lífræn jógúrt og hörfræolía… Þér kann að þykja þetta hljóma illa en við skorum á þig að prófa, sérstaklega ef þú átt erfitt með bragðið af hörfræolíu því blandan er furðu bragðgóð. Best er að byrja morguninn á þessari blöndu en hún er einnig góð sem millimál. Hrærðu saman í lítinn bolla 1 msk af hörfræolíu og 4 msk af lífrænni, hreinni jógúrt (u.þ.b. hálf dós) og njóttu hollustunnar. Tilvalið að borða epli með. 

  9. Chai te… Er líklega allra besti orkudrykkurinn sem til er í dag. Chai te er tilvalið millimál í stað kaffis og passar vel með t.d. hnetum og döðlum. Áhrif Chai tes á líkamann eru góð á margvíslegan hátt. Kryddin í teinu bæta meltingu þína, eru góð fyrir húðina og teið gefur þér aukna orku og kraft, án þess að hafa síðan neikvæð áhrif á svefninn! Uppskrift að þínu eigin Chai te blöndu er að finna hér! 

Instagram Hreyfingar heldur utan um allar uppskriftir okkar og margvíslegan, góðan og áreiðanlega fróðleik. 

Instagram @hreyfing og #hreyfinguppskriftir

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka