Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hvað eru Electrolytes?

Næring

Hvað eru Electrolytes og hvert er hlutverk þeirra?
Á íslensku er gjarnan talað um elektrólýta, steinefnasölt eða rafvaka. Til elektrólýta teljast til dæmis natríum, kalíum, magnesíum og kalsíum sem öll eru líkamanum lífsnauðsynleg steinefni. 

Elektrólýtar eiga það sameiginlegt að þegar þeir leysast upp í vatni mynda þeir rafhlaðnar jónir sem eru frumum líkamans, líffærum hans og líkamsstarfseminni allri afar mikilvægar. 

Til dæmis þurfa vöðvar kalk, natríum og kalíum til þess að geta dregist saman. 

Elektrólýtar stuðla að eðlilegum vöðvasamdráttum í vöðvum líkamans svo sem í hjartavöðva. 

Frumur í hjarta, vöðvum og taugum nota einnig elektrólýta til þess að taugaboð til annarra fruma. 

Elektrólýtar taka þátt í að endurnýja vefi og hjálpa blóðinu að storkna og fleira mætti telja til. 

Það gefur því auga leið að svo líkamsstarfsemi okkar megi vera eðlileg og góð er afar mikilvægt að steinefnasöltin séu til staðar í líkamanum og í jafnvægi.


Hvaðan fáum við elektrólýta?
Við fáum fyrst og fremst elektrólýta úr fæðunni okkar, því sem við borðum og drekkum. Sem betur fer er líkaminn okkar ansi lunkinn í að halda jafnvægi á steinefnasöltum þegar við borðum og drekkum fjölbreytta og heilsusamlega fæðu og stundum “venjulega” hreyfingu innan ákveðinna marka. (Auðvelt er að nálgast upplýsingar um fæðu sem inniheldur elektrólýta á netinu, t.d. með leitinni: “healthy food containing electrolytes”.)

Hvenær ættum við að taka inn steinefnasölt?
Þegar við æfum mikið (í 60+ mín), stundum strembnar æfingar þar sem ákefð er mikil og við svitnum mikið er þó afar líklegt að við séum að tapa steinefnasöltum úr líkamanum, sérstaklega natríum og kalíum. Í slíkum tilvikum dugar ekki að drekka vatn heldur mun það gera gæfumuninn að bæta upp fyrir tapið með bætiefnum. Sömuleiðis þegar við getum ekki neytt fæðu í einhvern tíma, erum með uppköst eða niðurgang. 

Einkenni skorts á elektrólýtum:
Þreyta, svimi, þrekleysi, vöðvakrampar og óreglulegur hjartsláttur eru allt einkenni um skort á elektrólýtum. 

Hvaða bætiefni er gott?
Nuun Sport freyðitöflurnar eru að okkar mati góður kostur þegar kemur að því að velja sér steinefnasölt sem bætiefni. Nuun Sport eru hannaðar fyrir íþróttafólk. Freyðitaflan er samsett úr hreinum innihaldsefnum, electrolytes, söltum og steinefnum sem vinna upp á móti vökvatapinu sem líkaminn verður fyrir við áreynslu. Taflan eru eingöngu með plöntumiðuð innihaldsefni og enga gervisætu. (Sætt með stevíu.) Mörgum reynist vel að fá sér eina töflu í vatnsglas stuttu fyrir æfingu og finna fyrir auknu þreki og styrk á æfingunni.  Aðrir kjósa að hafa drykkinn með sér á æfinguna. Þau sem stunda mikla líkamsrækt gætu kosið einn drykk fyrir æfingu og annan á æfingunni.

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka