Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Köld böð

Hreyfing

Víxlböð ganga út á það að auka blóðflæði og efla hjarta- og æðakerfi með því að fara með fætur (einstaka líkamsparta eða allan líkamann) í köld og heit böð til skiptis.

Kalda vatnið dregur saman æðarnar í húðinni og minnkar blóðflæði á meðan heita vatnið víkkar æðarnar og eykur blóðflæðið.

Kostir kalda vatnsins í heilsueflingu hafa verið staðfestar með nútíma vísindum og fjölmörgum reynslusögum.

Meðferð með kalda vatninu hafa sýnt sig vinna gegn ýmsum heilsufarsvandamálum eins og:

  • Fótaóeirð og fótapirringi sem er alþekkt
  • Gegn háum blóðþrýstingi
  • Styrkja ofnæmiskerfið
  • Draga úr bólgum og verkjum
  • Bæta svefn
  • Aukið efnaskipti
  • Kalt vatn örvar ósjálfráða taugakerfið okkar.

Ósjálfráða taugakerfið stjórnar ósjálfráðum hreyfingum eins og hjartslátt og öndun. Þetta kerfi bregst við kalda vatninu með því að hækka blóðþrýsting, auka hjartsláttartíðni og þrengir æðar.

Þessi viðbrögð styrkjast eftir því sem köldu böðin eru oftar stunduð. Sem leiðir svo til þess að stuðla að betri stöðugleika á blóðþrýstingi og blóðrásinni. Einnig er talið að kalt vatn vinni gegn sársauka og bæti skap með því að valda því að líkaminn gefi frá sér vellíðunarhormónið endorfín.

Ekki er ráðlagt að fara of geyst í að nota kalda vatnið og henda sér strax í ískaldan sjóninn eða taka ískalda sturtu. Betra er að vinna sig smátt og smátt upp og byrja t.d. í heitri sturtu og enda með því að kæla vel vatnið í lokin og einnig að nota víxlböð á einstaka líkamsparta í stað þess að kæla allan líkamann.

Sérfræðingar hafa ráðlagt að kælingin ætti
ekki að vara lengur en 40 sekúndur til að byrja með. Semsagt byrja þægilega og vinna sig upp.

Þó verður að gæta að því að það eru ekki allir sem þola kalda vatnið. Það getur t.d. verið hættulegt fyrir þá sem eru með ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting. Hins vegar segja sérfræðingar að köld böð sé óhætt að nota til að draga úr miðlungs hækkuðum blóðsþrýsting (150/100 eða neðar) eða til að hækka lágan blóþrýsting. Alltaf ætti að ráðfæra sig við lækni áður en köld böð eru notuð ef blóðþrýstingur hefur verið vandamál eða að þú telur að hann sé of hár eða lágur.

Þeir sem eru haldnir eftirfarandi kvillum ættu að halda sig frá köldum böðum allavegana til að byrja með og ef köld böð eru notuð að fara þá mjög varlega af stað:

  • Þeir sem eru að stíga uppúr veikindum og eru með bráð veikindi
  • Æðakölkun
  • Veikburða einstkalingar, mjög grannir eða mjög illa á sig komnir líkamlega
  • Þeir sem þjást af raynauds sjúkdómi, ofnæmi fyrir kulda (cold urticaria)

Heimild: Náttúrlækningafélag Íslands

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka