Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Láttu ekkert stoppa þig!

Hugur


Það er gott að vera meðvitaður um það að það verða alltaf einhverjar hindranir á vegi þínum á einhverjum tímapunkti þegar kemur að líkamsrækt - já og reyndar í lífinu sjálfu. En það er gríðarlega mikilvægt að muna að það eru líka alltaf til lausnir og leiðir framhjá nánast hverri einustu hindrun. Aðal atriðið er að skilgreina vandann til að finna lausnina. Hér eru nokkrar algengar hindranir - og lausnir - sem fólk upplifir þegar kemur að líkamsrækt.

Enginn tími fyrir líkamsrækt!
Margir halda að þeir hafi svo mikið að gera að það sé ómögulegt að finna tíma fyrir líkamsrækt. Sannleikurinn er sá að oftast þarf ekki annað en að gera smá breytingar á skipulagi dagsins til að regluleg hreyfing fái sinn tíma. Skipuleggðu líkamsræktina fyrirfram og líttu á ferðina í ræktina sem stefnumót. Þannig verður líklegra að þú standir við áætlunina og ræktin verði hluti af rútínunni.

- Ein einföld aðferð til að koma hreyfingu inn í dagskrána er að vakna hálftíma fyrr og fara í ræktina. Eins er hægt að nota matartímann og fara í röskan 30 mínútna göngutúr í hádeginu.
- Öll regluleg hreyfing bætir heilsu og líðan og möguleikarnir eru endalausir. Almenna reglan er að æfa 3-5 sinnum í viku í 20-60 mínútur í senn.

Líkamsrækt er leiðinleg!
Fjölbreytni er nauðsynleg í öllum hversdagsleika. Líkamsrækt þarf ekki að vera leiðinleg. Öll hreyfing sem fær hjartað til að slá hraðar skiptir máli. Hvort sem það er göngutúr með hundinn eða fótboltaleikur með krökkunum. Það skiptir mestu máli að finna hreyfingu sem maður hefur gaman af og getur stundað að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.

- Svo er líka mikilvægt að brjóta upp rútínuna til að forðast leiða. Sem dæmi má sleppa þrekstiganum öðru hverju og fá púlsinn upp með því að fara í hópatíma eða skella sér í laugina og taka góðan sundsprett.
- Fjölbreyttni er góð fyrir líkamann og dregur úr hættu á meiðslum og leiða. Þegar þú sérð síðan árangurinn af líkamsræktariðkuninni eykst ánægjan og áhuginn.

Of þreytt/ur til að stunda líkamsrækt!
Hver er uppáhaldstími dagsins? Reyndu að aðlaga skipulag dagsins hjá þér þannig að þú getir stundað hreyfingu á þeim tíma. Prófaðu að vakna aðeins fyrr svo þú getir tekið stuttan skokkhring eða farið í ræktina á leið í vinnu. Það er einnig sniðugt að hafa æfingadótið í bílnum svo þú getir komið við í ræktinni á leiðinni heim. Oft getur líka verið skemmtilegt að skipuleggja líkamsræktartíma með vinum því þá eru minni líkur á að þú hættir við á síðustu stundu.

- Finndu hvað hentar þér og haltu þig við það. Á endanum geturðu komið reglulegri hreyfingu inn í dagsskipulagið og þú munt verða orkumeiri og koma meiru í verk.

Þú sérð engan árangur!
Mundu að þú nærð ekki árangri á einni nóttu. En með einbeitni og viljastyrk muntu ná settum markmiðum á endanum. Mundu að með líkamsræktinni þarf að huga að hollu mataræði. Leitaðu stuðnings hjá kennurum eða einkaþjálfurum Hreyfingar ef þér finnst árangurinn standa á sér.

 

Aðal atriðið er að skilgreina vandann til að finna lausnina!

Bókaðu tíma hjá ráðgjafa, fáðu kynningu á þjónustunni og hvernig Hreyfing getur hjálpað þér.

Íþróttataska

5.990 kr.

Sippuband

2.190 kr.

Chilly´s flaska stór

Frá 5.990 kr.