Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Minni fita með stærri vöðvum

Hreyfing Hugur

4 mýtur um styrktarþjálfun

Allir þeir sem mögulega geta ættu að stunda styrktarþjálfun og sérstaklega þeir sem eldri eru! Raunin er þó enn því miður sú að fæstir gera það.

Þegar talað er um styrktarþjálfun er býsna algengt að við hugsum fyrst og fremst um þung lóð, útlitið og stærð vöðvanna. Margir óttast það að verða að þrekvöxnum vöðvabúntum við það að gera styrktaræfingar. Það eru óþarfa áhyggjur enda er reyndin allt önnur.

Ummálið mun ekki stækka heldur minnka

Styrktarþjálfun hefur  gríðarlega mikilvæg og jákvæð áhrif á öll helstu kerfi líkamans og vöðvar styrkjast en stækka ekki sérlega mikið við hefðbundna styrktarþjálfun. Við styrktarþjálfun örvum við vöxt heilafruma sem gerir okkur skarpari og minnið betra. Verkir í mjóbaki og vöðvabólga í öxlum eru oftast afleiðing af stífleika í vöðvum vegna kyrrsetu og hreyfingarleysis. Styrktarþjálfun getur ótrúlega oft verið lausnin við þessum vandamálum sem margir eru að eiga við árum saman. Styrktarþjálfun kemur auk þess í veg fyrir vöðvarýrnun, styrkir beinin, eflir sjálfstraustið, gerir okkur sjálfstæðari, er grennandi, eykur vellíðan og margt fleira. 

Okkur er því mikið í mun að leiðrétta algengustu mýtur um styrktarþjálfun og fá með því ykkur sem allra flest til að hefja hana! 

Algengar mýtur um styrktarþjálfun!

Mýta 1  
Ég verð stór og sver
Hefðbundnar styrktaræfingar (þar sem þú gerir kannski 3 umferðir af 8-15x endurtekningum) munu ekki stækka ummál þitt. Jafnvel þó þú notir þyngd sem reynir mikið á. Þú munt aftur á móti losna við fitu og ummálið minnka við það, enda eykst grunnbrennslan með auknum vöðvamassa. Auk þess mun aukinn vöðvastyrkur gefa þér fallegri útlínur. 

Risastórir vöðvar kalla á alveg sérstaka styrktarþjálfun!

Mýta 2 
Ég verð að hafa auka þyngd 
Vissulega er árangursríkt að nýta ketilbjöllur og lóð til styrktarþjálfunar en margar þrusugóðar styrktaræfingar getur þú gert með einungis eigin líkamsþyngd. Armbeygjur, plankar, djúpar hnébeygjur og vegg setur eru allt dæmi um frábærar styrktaræfingar án auka þyngdar. (Fáðu hugmyndir að styrktaræfingum á Instagrami Hreyfingar @hreyfing og með því að elta #hreyfingí10mín.)

Mýta 3 
Vöðvar stækka á meðan ég æfi 
Í raun stækka vöðvarnir ekki samtímis áreynslunni heldur eftir hana. Í hvíldinni fer líkaminn í að endurbæta og styrkja vöðvann. Það er því hvort í senn mikilvægt að hvíla eftir æfingu og hafa til staðar prótein og kolvetni sem eru nauðsynleg næringarefni til enduruppbyggingar á vöðvanum. 

Mýta 4 
Ég er of gömul/gamall til að lyfta
 
Því eldri sem við verðum, því mikilvægari verður styrktarþjálfunin! Þegar við erum komin á fertugsaldurinn byrjar vöðvamassi okkar að rýrna. Rýrnunin stigmagnast um og eftir breytingaskeiðið. Líka hjá þeim sem stunda mikla og reglulega þolþjálfun eins og hlaup og hjól. Eina leiðin til að viðhalda vöðvamassa og styrk á fullorðins árum er með styrktarþjálfun. 

Nuddrúllur

3.990 kr. 3.192 kr. -20%

Sippuband

2.190 kr. 1.752 kr. -20%

Nuddboltar litlir

5.500 kr. 4.400 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka