Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Minnka sykur - hvar á ég að byrja?

Næring

Við vitum öll að kökur, gos og nammi innihalda mikið magn af sykri.

En þar sem búið er að troða sykri í ólíklegustu vörur er gott að hafa nokkur „trix“ við höndina.

  1.   Bragðbættar mjólkurvörur:
    a)   Blandaðu saman þeirri bragðbættu og hvítri, þá er t.d. hægt að helminga sykurmagnið.
    b)   Bragðbættu hvíta jógúrtið með ferskum eða frosnum berjum.

  2.   Veldu niðursoðna tómata með engum viðbættum sykri í staðinn fyrir tilbúnar pastasósur og kryddaðu sjálf.

  3.   Búðu til þitt eigið múslí, með hnetum, kókos, vanillu eða öðru sem gefur gott bragð. Þú getur stjórnað magninu af sykrinum sem notaður er.

  4.   Í staðinn fyrir að grípa stykki sem eru oft full af sykri (eða sætuefnum), hafðu með þér box með hnetum, möndlum, döðlum og nokkrum dökkum súkkulaði bitum,     einnig ávöxt eða egg.

  5.   Í vinnunni er gott að eiga hrökkbrauð og hummus (bæði endist lengi), þegar hungrið hellist yfir.
Greta_tiny.png

Gréta Jakobsdóttir 
Dr. í næringarfræði og einkaþjálfari

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka