Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

“Snickers” bitar

Næring

Hollir og góðir "Snickers bitar" til spari, stútfullir af heilnæmri næringu.
Þar að auki er afar auðvelt að útbúa þá og fullkomið að gera með og fyrir börnin.

Innihald:
10 stk. vænar ferskar döðlur (ekki þessar steinlausu í pokunum, heldur þær sem þú finnur gjarnan innan um grænmetið og ávextina)

2 msk hreint hnetusmjör (mér þykir grófa hnetusmjörið betra)

¼ bolli smátt saxaðar jarðhnetur

½ bolli dökkt súkkulaði

1 tsk kaldpressuð lífræn kókósolía


Aðferðin:
Skerðu í hverja döðlu langsum, opnaðu varlega og fjarlægðu steininn. Fylltu svo döðluna af hnetusmjöri (sirka ½ tsk) og bættu dassi af söxuðum hnetum með. Lokaðu rifunni með fingrunum og leggðu döðluna til hliðar.

Bræddu súkkulaði og kókosolíu saman yfir vatnsbaði. Dýfðu svo döðlunum, hverri á eftir annarri, í súkkulaðið. Hér er gott að nota tannstöngul eða prjón. Leggðu döðlurnar frá þér á disk eða plötu með bökunarpappír (svo súkkulaðið festist ekki við undirlagið) og stráðu sjávarsalti (eða jafnvel lakkríssalti) yfir og settu inn í ísskáp þar sem súkkulaðið harðnar vel. 

Verði ykkur að góðu!

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

MZ Switch

24.990 kr. 19.992 kr. -20%

Hreyfing - allur pakkinn

17.960 kr. 14.368 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka