Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Sykurlaus “jógúrt” og múslí

Næring

Múslíið er afar ljúffengt og gott að borða sem millimál með síðasta kaffi- eða tebolla dagsins, út á morgungrautinn eða jógúrtina. Hollur og bragðgóður morgunverður gæti til dæmis verið sykurlaus jógúrt með múslí og niðurskornum ferskum ávöxtum eins og banana, kiwi og lífrænum eplum.

Ef þú þolir ekki mjólkurvörur gæti þessi einfalda kókos og mangó “jógúrt” hjálpað.

Sykurlaus kókos og mangó “jógúrt”

1 dl frosið mangó (frá Crops)
1-2 dl kókosmjólk úr dós
Bourbon vanilla á hnífsoddi

Þeytt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. 

Múslí - Sætari gerðin með hunangi

3 dl tröllahafrar
2 dl möndlur
2 dl fræ að eigin vali (t.d. hörfræ, sesamfræ, sólblómafræ og graskersfræ)
2 dl hnetur (t.d. pekanhnetur og cashew hnetur)
2 dl ósykraðir þurrkaðir ávextir (t.d. rúsínur, fíkjur, döðlur og trönuber)
2 dl kókosflögur
5 msk kókosolía
3 msk hunang 
1 tsk salt

Hlutföllin þurfa alls ekki að vera nákvæm. Hér má smekkur ykkar ráða för og um að gera að blanda fleiri en einni fræ-, hnetu- eða ávaxtategund saman. Hikið ekki við að sleppa hnetum eða öðru!
Grófsaxið möndlur með hníf eða setjið í matvinnsluvél. 
Blandið möndlum, höfrum, fræjum og hnetum saman í skál.

Kókosolía fæst bæði í fljótandi formi og föstu. Ef olían er í föstu formi þarf að bræða hana. Blandið svo hunangi og salti saman við fljótandi olíu, hellið blöndunni yfir þurrefnin og blandið öllu vel saman. Setjið blönduna í ofnskúffu og bakið við 160°C í u.þ.b. 20 mín. Bætið þá þurrkuðum ávöxtum og kókosflögum við múslíið og bakið áfram í 5 - 10 mín. 

Gott er að hræra í múslíinu 1-2x á meðan það bakast. 

Múslí - Hin gerðin með kanil

3 dl tröllahafrar
2 dl möndlur
2 dl fræ að eigin vali (t.d. hörfræ, sesamfræ, sólblómafræ og graskersfræ)
2 dl hnetur (t.d. pekanhnetur og cashew hnetur)
2 dl ósykraðir þurrkaðir ávextir (t.d. rúsínur, fíkjur, döðlur og trönuber)
2 dl kókosflögur
1-2 tsk Bourbon vanilla (eftir smekk)
2 tsk kanill
1 tsk salt

Hlutföllin þurfa alls ekki að vera nákvæm. Hér má smekkur ykkar ráða för og um að gera að blanda fleiri en einni fræ-, hnetu- eða ávaxtategund saman. Hikið ekki við að sleppa hnetum eða öðru!

Grófsaxið möndlur með hníf eða setjið í matvinnsluvél. 

Blandið öllu nema kókoslögum og þurrkuðum ávöxtum saman í skál. Setjið blönduna í ofnskúffu og bakið við 160°C í u.þ.b. 20 mín. Bætið þá þurrkuðum ávöxtum og kókosflögum við múslíið og bakið áfram í 5 - 10 mín. 

Gott er að hræra í múslíinu 1-2x á meðan það bakast. 

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka