Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Sykurlausar og syndsamlega góðar

Næring

Það getur gert gæfumuninn að eiga til heilsusamlega munnbita þegar sykurlöngunin lætur á sér kræla eða okkur einfaldlega langar í smá orkubita. Í stað þess að laga sér enn einn kaffibollan eða þaðan af verra, laumast í sykraða gervifæðu, er um að gera að eiga til heilsusamlega bita eins og þessar dúnmjúku og djúsí hollustukúlur.  

Þær innihalda hvorki sykur né mikið unnið hveiti eða kornmeti, aðeins náttúrulega hollustu sem mun hvort í senn mæta lönguninni í eitthvað sætt og gott og veita þér heilsusamlega næringu sem skilar þér raunverulegri orku. Þó döðlur séu sætar og sannarlega ríkar af ávaxtasykri þá vinnur líkaminn mun betur og lengur úr ávaxtasykrinum heldur en hvítum sykri. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að þegar við neytum sykurs í sambland við prótein, trefja og fitu hækkar blóðsykurinn minna en þegar við neytum hans eins og sér. Þannig er til dæmis miklu betra að fá sér hollustukúlu heldur en eintómar döðlur. 

Dúnmjúkar og djúsí hollustukúlur

1 b cashew hnetur
½ b heslihnetur
½ b möndlur
1 b medjool döðlur (14 stk)
¼-½ msk sjávarsalt eftir smekk
2 msk chia fræ
2 msk lífrænt kakó
(2 skammtar af ósykruðu súkkulaði próteini)

Leggðu cashew hnetur og döðlur í bleyti í 10 mín. Helltu svo vatninu af og settu ásamt öllu hinu í matvinnsluvél. Blandaðu vel saman. Þú gætir þurft að stoppa vélina tvisvar, þrisvar sinnum og skafa maukið af hliðum svo allt blandist jafnt og vel saman. 

Mótaðu kúlur með höndunum og veltu þeim upp úr kakói, kókos eða öðru því sem hugurinn girnist. Geymdu kúlurnar í lokuðu íláti í kæli. 

Þú gætir toppað kúlurnar með:

Kakói
Kókos
Chia fræjum
Hamp fræjum
Sesam fræjum
Ósykruðu súkkulaði
Rifnum appelsínuberki

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka