Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Trufluð föstudags pitsa

Næring

Er föstudagspítsa á þínu heimili?
Trufflupítsan úr uppskriftabók Ágústu Johnson er alltaf jafn vinsæl á hennar heimili.

Þú finnur uppskrift að einföldum glúteinlausum og hollum ítölskum pítsabotni í highlights á Instastory @hreyfing. Sá botn er úr Psyllium Husk trefjum, vatni, olíu, möndlumjöli og salti og tekur 5 mín að útbúa. Annars er hægt að kaupa góðan súrdeigsbotn hjá t.d. Flatey Pizza eða laga sinn eigin uppáhalds.

1 heill hvítlaukur
5 kartöflur
2 greinar ferskt rósmarín, smátt saxað
5 stórir sveppir, niðurskornir
1-2 buffaló mozzarella kúla, niðurskorin
Klettasalat
Trufluolía
Sjávarsalt
Svartur pipar
Geggjað að bæta hnetum og fræjum yfir pítsuna, til dæmis furuhnetum, graskersfræjum, hampfræjum og spírum. 

Aðferð:

Afhýddu hvítlauksrifin og settu þau heil í ofnfast mót með botnfylli af góðri ólífuolíu og salti og álpappír yfir. Bakaðu þau í 180 gráðu heitum ofni í um 30 mín eða þar til þau eru orðin mjúk. 

Skerðu kartöflurnar í þunnar sneiðar og saxaðu 2 rósmaríngreinar smátt. Settu þetta saman í ílát sem hægt er að loka, saltaðu og pipraðu. Lokaðu ílátinu og hristu vel saman.

Bakaðu þær við 180 gráður í 15 - 25 mín eða þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Gott að snúa kartöflunum þegar tíminn er hálfnaður. 

Pítsadeigið er sett á ofnplötu eða pítsastein og hvítlauksolían úr eldfasta mótinu ásamt hvítlauksrifunum er borin á allt deigið. Bættu við góðri ólívuolíu og salti ef þarf. 

Dreifðu svo kartöflunum, niðursneiddum mozzarella ostinum og sveppunum yfir. 

Pítsan er svo bökuð í ofni við 240 gráður þar til brúnirnar eru orðnar gullinbrúnar.

Eftir að pítsan er bökuð er klettasalati dreift yfir, hnetum, fræjum og spírum og nóg af góðri truffluolíu.

Njótið vel!

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka