Stökktu af stað 2x í viku

Þarftu hvatningu til að koma heilsuræktinni aftur inn eftir sumarfrí?
Finnur þú fyrir stöðnun og vantar aðhald og hvatningu til að rífa þig upp og ná árangrinum sem þú hefur lengi stefnt að?
Keyrsla - Hvatning - Sviti - Orkumikil tónlist!
Fylltu þig orku og eldmóði og komdu þér í gang af krafti á þessu fjölbreytta og skemmtilega námskeiði. Þannig kemstu í góðan gír fyrir haustið!
Lögð er áhersla á að bæta líkamlegt hreysti með hnitmiðaðri styrktarþjálfun, þolþjálfun og hreyfiflæði. Æft er í mismunandi sölum þannig þú getur fengið sem mest út úr þjálfuninni. Lyftingar, Infraheitir tímar, hreyfiflæði, mjúkur styrkur, þol lotur o.fl.- allt sem þú þarft til að ná árangri!
Stökktu af stað kemur þér í gírinn fyrir haustið.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Fjölbreytt og góð þjálfun
- Vikulegt auka verkefni sem þátttakendur eru hvattir til að gera
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum pottiog gufuböðum
Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.