Fara yfir á efnissvæði
Gerast meðlimur
Mínar síður
Tímatafla

BL+ The Serum

Til baka í vefverslun

Kraftmikið andlitsserum sem vinnur gegn öldrunarmerkjum húðar og styður við heilbrigði hennar. Öflug formúla sem inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra innihaldsefna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, jafnar húðtón. Auk þess að verja húðina gegn umhverfismengun með andoxunarvirkni. Regluleg notkun dregur úr sýnileika fínna lína og hrukkna, húðin verður heilbrigðari og fær bjartara yfirbragð. 

Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX.

BL+ The Serum
BL+ The Serum

Ítarlegri upplýsingar um vöru

ÁVINNINGUR

Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Sýnileiki fínna lína og hrukkna minnkar auk þess sem húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

  • Létt og fíngerð áferð

  • Prófað af húðlæknum

  • Olíulaust

  • Án ilmefna

  • Stíflar ekki svitaholur (e. non-comedogenic)

  • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð

  • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum

NOTKUN

  • Notið kvölds og morgna, eftir hreinsun, á andlit og háls.

  • Setjið 4-6 dropa af seruminu á fingurgóma og þrýstið létt inn í húðina.

  • Nýtið allt umfram serum á hálsinn og berið á með léttum strokum upp á við.