Hvernig á að nota Myzone
- Opnaðu App Store (IOS) eða Google Play (Android) í símanum þínum
- Findu Myzone appið í search (heitir Myzone, kemur efst, rautt logo)
- Náðu í Myzone appið
- Opnaðu Myzone appið
- Smelltu á rauða flipann - SIGN UP
- Facility Code er HREYIS001 (allt stórir stafir)
- Unique Belt ID er SN: númerið aftan á púlsmælinum þínum
- Settu inn netfangið
- Settu lykilorð sem hentar þér
- Smelltu á NEXT (grænn kassi)
- Skráðu nafn
- Skráðu eftirnafn
- Skráðu aldur
- Skráðu kyn
- Smelltu á NEXT (grænn kassi)
- Veltu metric kerfið
- Skráðu þyngd
- Skráðu hæð
- Smelltu á DONE (grænn kassi)
Næst opnast fyrir Myzone appið
*Í þessum glugga getur þú valið einstaklinga sem þú vilt “fylgja” með því að ýta á connect
** Hérna getur sett inn profile mynd (vinstra hornið)
***Næstu gluggar eru með upplýsingingum um hvernig Myzone appið virkar. Getur valið done strax eða lesið upplýsingar með að ýta á NEXT á milli. Velja svo Close og þá opnast vinnugluggi Myzone appsins
Ef þú lendir í vandræðum með tengingu í fyrsta sinn.
- Vertu viss um að kveikt sé á bluetooth undir nettengingum í símanum.
- Prófaðu að bleyta lítið eitt svörtu nemana á beltinu (til að bæta leiðni).
- Gættu þess að Myzone mælirinn snúi rétt miðað við merkinguna á beltinu.
- Gættu þess að mælirinn sé rétt staðsettur, yfir bringubeini vinstra megin.
- Ef þú ert enn í vandræðum, prófaðu að fara í bluetooth stillingar og velja “forget this device” og láttu finna mælinn aftur.
- Lokaðu appinu og opnaðu það aftur.
- Nú ætti mælirinn að ná tengingu.
Ath. Þegar fram líða stundir gætir þú þurft að endurnýja teygjuna sem fylgir Myzone mælinum þínum. Myzone teygjur fást í móttöku Hreyfingar.