Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Jóga Nidra

Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Nidra þýðir svefn og Yoga þýðir eining, þannig þýðir Yoga Nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld og hugurinn hvílir í djúpri kyrrð. Talið er að 45 mínútur í Yoga Nidra geti verið á við 4 tíma svefn. Margir hafa notið góðs af því að iðka Yoga Nidra og iðkunin er sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu. Heilsufræði ýmiskonar benda okkur á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða. Margir hafa fundið mikla heilsubót og andlega og líkamlega vellíðan í því að iðka Yoga Nidra.

Yoga Nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, lætur fara vel um þig í 28° hlýjum sal og nýtur leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.

ATH. Gott er að mæta með púða og mjúka dýnu til að láta fara ennþá betur um sig en nauðsynlegt er annars að mæta með stórt handklæði.

Finndu þinn tíma

Salur
5
mánudagur 6. maí
20:00 - 21:00