Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

POP UP Fit Pilates x Blue Lagoon Skincare

Fit Pilates tíminn er í boði Blue Lagoon Skincare.
Einstakur glaðningur fyrir alla sem taka þátt í tímanum.

Fit Pilates er byggt á hinu sívinsæla, klassíska Pilates æfingakerfi sem tónar og styrkir allan líkamann og bætir líkamsstöðu og liðleika með höfuð áherslu á að vinna út frá kjarna líkamans.
Pilates er æfingakerfi fyrir þá sem vilja þjálfa sterkan og tónaðan líkama á mjúkan máta og ávallt með liðleika og hugmyndafræðina um lengingu vöðva í fyrirrúmi.
Fit Pilates æfingakerfið er blandað með aðeins krafmeiri æfingum inn á milli til að hækka púls og auka þol. 

Áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu og hver og einn fylgir sinni getu til að halda góðri tækni í æfingunum. Mikið er lagt upp úr styrkingu kjarnavöðva (kvið-, bak-, grindarbotns- og rassvöðva).

Prófaðu þetta frábæra æfingakerfi!

ATH. Skylda er að mæta með stórt handklæði og skór eru valkvæðir í þessum tíma!

Jógahandklæði

6.990 kr.