Yin Yoga er mjúkur og rólegur tími í 26-28° volgum sal sem hentar öllum sem vilja ná góðum teygjum, hugarró t.d. til að ýta undir endurheimt. Flestar stöðurnar eru unnar í sitjandi eða liggjandi stöðum og hverri stöðu er haldið í nokkrar mínútur en með því náum við betur að skynja skilaboð frá líkamanum og vinna rólega í góðri líkamsstöðu.
Í Yin Yoga er unnið að auknum liðleika og rík áhersla lögð á öndun til að róa taugakerfið til að komast dýpra inn í hverja stöðu hverju sinni. Markmið tímans er að auka liðleika og/eða létta á spennu í líkamnum. Hver tími endar alltaf á slökun.
Ath. Nauðsynlegt er að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu!