Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Leiðbeiningar fyrir Veri blóðsykursmælinn

 • Til að hefja notkun byrjar þú á því að skanna QR kóða sem er í boxinu.
  Þegar þú hefur skannað QR kóðann færð þú aðgang að Veri appinu sem leiðir þig áfram skref fyrir skref. 

 • Mælirinn sjálfur er opnaður og settur á handlegg þegar komið er að því skrefi í Veri appinu - ekki fyrr.

 • Við kaup á mæli þarf að gefa upp nafn og netfang þess sem ætlar að nota mælinn svo hægt sé að stofna aðgang fyrir réttan notanda.

 • í Veri appinu er hafsjór af fróðleik svo gefðu þér tíma til að skoða, læra og lesa. 
   
 • Veri virkar aðeins fyrir Iphone (IOS) snjallsíma en er væntanlegt fyrir Android.

 • Það má fara með mælinn í bað/sturtu/sund.
  (Ef dvelja á mjög lengi í vatni getur verið gott að kaupa stóran vatnsheldan plástur í apóteki til að setja yfir mælinn. Þarf alls ekki þó.)


  Veristable.com