Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Leiðbeiningar fyrir Veri blóðsykursmælinn

  • Til að hefja notkun byrjar þú á því að skanna QR kóða sem er í boxinu.
    Þegar þú hefur skannað QR kóðann færð þú aðgang að Veri appinu sem leiðir þig áfram skref fyrir skref. 

  • Mælirinn sjálfur er opnaður og settur á handlegg þegar komið er að því skrefi í Veri appinu - ekki fyrr.

  • Þegar mælirinn er kominn á handlegg þá tekur 1 klst. fyrir hann að safna gögnum ("Your sensor is calibrating") áður en þú getur farið að skanna upplýsingar í appið. 
     
  • Við kaup á mæli þarf að gefa upp nafn og netfang þess sem ætlar að nota mælinn svo hægt sé að stofna aðgang fyrir réttan notanda. Mikilvægt að nota sama netfang til að skrá sig inn í appið og var gefið upp við kaup á mæli.

  • í Veri appinu er hafsjór af fróðleik svo gefðu þér tíma til að skoða, læra og lesa. 
     
  • Veri virkar fyrir Iphone (IOS) snjallsíma og Android.

  • Það má fara með mælinn í bað/sturtu/sund.
    Ef dvelja á mjög lengi í vatni getur verið gott að kaupa stóran vatnsheldan plástur í apóteki til að setja yfir mælinn. 


    Veristable.com