Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Er nart heilsuspillandi?

Næring

Matarvenjur okkar hafa breyst töluvert í gegnum tíðina.  Á tímum þegar amma þín og afi voru að alast upp var fastara form á máltíðum og almennt minna um að fólk væri að narta á milli mála.  Á áttunda áratugnum hófu skyndibitastaðir að skjóta upp kollinum og samhliða átti sér stað breytt neyslumynstur, t.d. varð matarneysla af ýmsu tagi á milli mála sífellt algengara, skyndibitar urðu oftar fyrir valinu og kærkomið þótti að geta gripið mat og snarl í fljótheitum enda þægilegt að eiga þess kost að nálgast ýmislegt "góðgæti" á skjótari máta en áður.  Vissulega þægilegt en hefur því miður leitt okkur inn á verri veg er varðar heilsu okkar og líkamsástands.

Stöðugt er verið að rýna í og rannsaka áhrif fæðunnar á mannslíkamann og ýmsar kenningar eru á lofti. Vegan, Keto, lágkolvetna, Paleo og Macros eru dæmi um mataræði sem eru mikið í umræðunni um þessar mundir.  Flókið er að átta sig á hvað er hollt og heilsusamlegt og ekki að undra að margir séu ráðvilltir og leitandi.  Um tíma var því t.d. haldið fram að það væri hollt að borða á milli mála, að líkaminn myndi þannig auka brennsluna en ljóst þykir í dag að svo er ekki. Áhrifin sem síendurteknar blóðsykurssveiflur hafa við margar máltíðir jafnvel frá morgni til miðnættis eru talin vera skaðleg fyrir heilann, meltingarkerfið, ristilinn o.fl.  Nart, sem mest megnis er sykur og einföld kolvetni, er einnig líklegt til að valda aukinni fitusöfnun.

Það liggur reyndar í hlutarins eðli að ef þú neytir meiri matar yfir daginn eru líkur á að þú innbyrðir fleiri hitaeiningar sem geta leitt til óvelkomninnar fitusöfnunar.   En nart getur verið talsvert skaðlegra en það.

2020 top snacking trends

Hér eru 5 ástæður fyrir því að nart getur spillt heilsu þinni

  1. Veldur bólgum

Eftir máltíð verður til bólgumyndun í smá tíma til verndar ónæmiskerfinu.   Þess háttar bólgumyndun er vandamál þegar hún á sér stað oft á dag, alla daga.  Síendurtekin smávægileg bólga af slíkum völdum er talin tengjast ýmsum lífsstílssjúkdómum s.s. sykursýki 2 og hjartasjúkdómum.

  1. Líkaminn þarf hlé

Líkamar okkar virðast bregðast betur við færri, stærri máltíðum.   Margar rannsóknir hafa sýnt að ef neytt er tveggja stórra máltíða á dag í stað margra lítilla, hefur það jákvæð áhrif á heilsuna, minnkar fitulifur og glúkósa í blóði auk þess að stuðla að kjörþyngd.

Með sífelldu narti fær líkaminn ekki tækifæri til að ljúka meltingarferlinu eftir máltíðir og veldur því óþarfa álagi á meltingarfærin sem er slæmt til lengri tíma.

  1. Nart hækkar insúlín

Sífellt nart í fæðu heldur insúlíni í blóði hækkuðu sem veldur því að líkaminn er líklegri til að varðveita fitu.  Í hvert sinn sem þú setur upp í þig mat, hvort sem það er lófafylli af möndlum, súkkulaði eða epli, gefur líkaminn frá sér insúlín.  Tilgangur insúlíns er að flytja sykur úr blóðstreyminu til frumnanna, síðan til lifrinnar eða vöðva til geymslu.  Það sem ekki er nýtt til orkumyndunar er geymt sem fituforði í fitufrumum. 

  1. Síðkvölds nartarar geyma fleiri hitaeiningar

Margir spara nartið til kvöldsins til að hafa það huggulegt í sófanum með "gott" í skál.  Það er verulega slæm hugmynd.  Hvers vegna?  Líkur eru á því að kvöldnart stuðli að því að fleiri hitaeiningar lendi í fitufrumunum til geymslu sem stuðlar að auknu mittismáli.  Eftir kvöldverð og fram til morguns er brennsla líkamans með hægasta móti og því eru máltíðir sem neytt er skömmu fyrir háttinn líklegri til að valda ofþyngd þegar farið er fram úr hitaeiningaþörf.  Góð regla er að venja sig á að borða ekkert eftir kvöldmat.

  1. Heilinn starfar hægar

Talið er að heilinn starfi best þegar maginn er tómur.  Það segir sig sjálft að þegar þú ert sífellt að narta er líkaminn stöðugt nýta orku fyrir meltingarkerfið.  Á sama tíma nær hvorki heilinn né líkaminn að starfa á hámarksgetu.

water drinking

Að lokum

Það er vandlifað í heimi allsnægta í líkama sem enn starfar skv. lífsháttum forfeðra okkar sem lifðu eingöngu á afurðum náttúrunnar. Gamla góða reglan, að gæta hófs, á þó alltaf vel við og með því að leitast við að neyta að mestu fjölbreyttrar, hreinnar óunninnar fæðu í 2-3 máltíðum á dag og sneiða að mestu hjá sætindum og einföldum kolvetnum ættum við almennt að vera í ágætis málum.  Það besta er að allt er þetta undir okkur sjálfum komið.

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar áhrif blóðsykurs á heilsuna eru t.d. bækurnar Why We Get Fat eftir Gary Taubes og The Glucose Revolution eftir Jessie Inchauspé uppfullar af fróðleik um málið. 

- Ágústa Johnson

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Ultra Human Air - Snjallhringur Silver

64.990 kr. 51.992 kr. -20%

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr. 5.592 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka