Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

Til baka í vefverslun

ULTRAHUMAN - Áttavitinn að betri heilsu og árangri

M1 blóðsykursmælirinn frá Ultrahuman gefur þér innsýn í hvernig mismunandi fæða hefur áhrif á þinn líkama, æfingar, svefn, og alhliða heilbrigði.

M1 er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt svo þú getir hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í topp form.

Blóðsykursveiflurnar þínar yfir daginn eru öflug vísbending um þína efnaskiptaheilsu. Efnaskiptin þín hafa áhrif á orkuna þína, getu þína til að brenna fitu, afköst og árangur í íþróttum, kynheilsu og alhliða heilbrigði.

85% af öllum langvarandi lífsstílssjúkdómum í heiminum má rekja til efnaskiptaheilsu.

Aðlagaðu mataræðið þitt að þínum líkama
Uppgötvaðu hvaða fæða hentar þínum líkama best og gerðu breytingar til batnaðar.  Hver og einn bregst við á mismunandi hátt við hinum ýmsu fæðutegundum.  Með M1 sílesandi blóðsykursmæli getur þú sniðið mataræði þitt að þínum líkama svo hann starfi sem best.

Fylltu betur á tankinn fyrir æfingarnar
M1 mælirinn sýnir þér hversu vel nærð/ur þú ert fyrir æfingar og lætur þig vita hvenær líkaminn þinn er fullkomlega nærður fyrir næstu æfingu til að hámarka afköst í æfingum og endurheimt.

Bættu svefngæðin með betri blóðsykri á næturna
Blóðsykursgildin þín á nóttunni hafa áhrif á svefngæðin þín og endurheimt. Þú getur aðlagað matarvenjur út frá innsýn í þín blóðsykursgildi á næturna.

Fyrir hverja er M1 ULTRAHUMAN blóðsykursmælir?

 • Ef þú vilt bæta almenna heilsu þína og stuðla að auknum lífsgæðum alla ævi.
 • Ef þú vilt bæta árangur þinn í íþróttum
 • Ef þú hefur lengi verið að æfa af krafti og borða holla fæðu en nærð samt ekki líkamsástands markmiðum þínum.
 • Ef þú  vilt fylgjast með blóðsykurssveiflum og áhrifum þeirra á þína líðan.
 • Ef þú vilt bæta efnaskiptaheilsu þína
 • Ef þú vilt auka hæfni líkamans til að brenna fitu

ATH.  Mælirinn er ekki hugsaður til að greina eða lækna sjúkdóma af neinu tagi.

 

 

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir
Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

Ítarlegri upplýsingar um vöru

Uppsetning á mæli - Kennslumyndband


Að fjarlægja mæli - Kennslumyndband


Fylgstu með þínum blóðsykri í rauntíma:
Sjáðu hvaða áhrif mismunandi máltíðir og fæða hafa áhrif á þinn líkama með einkunn frá 0-10:

Fylgstu með svefninum, streitu og af því að fasta:

Fáðu einkunn fyrir efnaskiptaástand eftir daginn og fylgstu með heilsunni batna með "metabolic score":

Hámarkaðu afköst og árangur í æfingum með innsýn í hversu vel nærð/ur þú ert fyrir átök og æfingar. 
Lærðu hvaða fæða hentar þér best fyrir æfingar til að ná sem bestum árangri:
Sérsniðin skilaboð hjálpa þér að gera breytingar til batnaðar og fá hvetjandi endurgjöf þegar þú stendur þig vel:
Einbeittu þér að mismunandi þáttum s.s. æfingum, langlífi o.fl. með "Metabolic vectors":


____________________________________________________________

FAQ

Hvernig símtæki virka með mælinum?

 • M1 mælirinn/smáforritið styður við Iphone 7 og nýrri síma ásamt Android símum sem hafa NFC skanna, Android 5.0 eða nýrri uppfærslu og Google Play Store. Það er nauðsynlegt að virkja NFC í stillingum í símanum til þess að hann virki með mælinum.

Hversu lengi endist mælirinn?

 • Mælirinn er einnota. Hann endist í 14 daga og verður óvirkur eftir það. Blóðsykurs upplýsingarnar þínar verða þó alltaf aðgengilegar í appinu fyrir þig til að skoða. Mælirinn er hugsaður sem "heilsunámskeið" þar sem þú safnar upplýsingum í 14 daga um hvernig mismunandi fæða, hreyfing, svefn, streita og aðrir lífsstílsþættir hafa áhrif á þinn blóðsykur.

  Í kjölfar þessara 2 vikna getur þú notað upplýsingarnar til að sérsníða betur þitt mataræði og lífsstíl að þínum líkamsþörfum til að bæta heilsu þína og líðan.

Er nál í mælinum sem fer inn í mig? Mun nálin sitja í handleggnum á mér?

 • Já og nei. Mælirinn er með hola nál sem er notuð til að búa til lítið gat í yfirborð húðarinnar (algjörlega sársaukalaust). Í kjölfarið þræðist þunn blaðka í gegnum nálina og er komið fyrir undir húðinni þar sem hún verður þar til þú fjarlægir mælinn.

Má ég taka mælinn af mér á nóttunni?

 • Nei! Þegar mælirinn er kominn á ætti ekki að fjarlægja hann þar fyrr en hann rennur út að 14 dögum liðnum. Mælirinn verður óvirkur þegar hann er fjarlægður og ekki hægt að endurnota.

Má ég fara í sturtu og sund með mælinn?

 • Mælirinn er vatnsheldur svo það er ekkert mál að fara með hann í sturtu, bað, sund eða gufu. Ef þú syndir reglulega er þó gott að setja vatnsheldan glæran plástur yfir mælinn (fáanlegur í flestum apótekum).

Mig grunar að mælirinn minn sé gallaður, hvað geri ég?

 • Ef þig grunar að mælirinn þinn sé gallaður er best að hafa samband við "support" teymið í appinu í gegnum spjall þráðinn þar. Þar geta sérfræðingar greint hvort um galla sé að ræða. Ef mælirinn reynist vera gallaður getur þú fengið nýjan mæli hjá söluaðila.