Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu!
Þú getur gert byltingarkenndar breytingar á andlegri og líkamlegri heilsu þinni með því að jafna blóðsykurinn. Og það er auðveldara en þú heldur. Í þessari áhugaverðu og aðgengilegu bók eru gefin tíu hollráð til að jafna blóðsykurinn – án þess að þú þurfir að hætta að borða það sem þér þykir best.
Glúkósi, sem berst inn í blóðrásina með kolvetnum og sætindum, hefur gríðarleg áhrif á heilsu okkar og flest höfum við of mikinn glúkósa í blóðinu án þess að hafa hugmynd um það. Afleiðingarnar geta m.a. verið síþreyta, ofþyngd, bólur og hrukkur, og með tímanum getur of mikill glúkósi haft áhrif á þróun sjúkdóma á borð við sykursýki 2, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, krabbamein, Alzheimer og hjartasjúkdóma.
Jessie Inchauspé, stundum kölluð „glúkósagyðjan“, hefur getið sér gott orð fyrir að setja vísindalegar staðreyndir um blóðsykursstjórnun fram á auðskiljanlegan hátt, bæði á samfélagsmiðlum og í þessari bók sem hefur farið sigurför um heiminn. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi.