Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hvernig kem ég mér af stað?

Hugur

Eins og sumarið hefur verið okkur hlýtt og gott og yndislegt er að komast í frí frá daglegu amstri og rútínu, er engu að síður líka ljúft og gott að koma heim og finna sínar föstu skorður á ný. Margir af meðlimum okkar í Hreyfingu hafa verið duglegir að hreyfa sig í sumar, það gleður okkur mikið að sjá hversu virk þið eruð í margvíslegri hreyfingu utandyra. Fólk á öllum aldri gengur eða hleypur upp fjöll og firnindi. Sumir hafa tekið æfingabúnaðinn með sér í sumarfríið og fylgt heimaæfinga myndböndunum okkar. Frábært að sjá það!

Staðreyndin er þó engu að síður sú að mörg höfum við sukkað aðeins meira í sumarfríinu en vant er og æft minna. Styrktaræfingar og góðar þolæfingar sitja gjarnan á hakanum á sumrin og víkja fyrir göngum og öðru.  Það getur reynt á að koma sér aftur af stað, þá tilfinningu þekkja margir. En það þarf enginn að örvænta, við erum hér til að hjálpa þér!

Fyrst er að taka ákvörðun um að æfa, ætlar þú ekki örugglega að stunda heilsurækt í vetur?

Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin, þá er eina verkefnið að tryggja það að þú mætir. Hér eru nokkur hagnýt ráð sem hjálpa þér af stað!

MIKILVÆGAST AÐ MÆTA - þú getur gert minna þá daga sem þér þykir virkilega snúið að mæta og bætt við æfingarnar þá daga sem þú ert full(ur) af orku. Fyrsta skrefið í átt að heilsusamlegra lífi er einfaldlega að mæta á æfingu! 

FJARLÆGÐU HINDRANIR - hvaða afsakanir koma oftast upp hjá þér? Þær gætu til dæmis verið einhver þessara: þú átt eftir að skrá þig í tíma,  æfingafötin eru óhrein, þú hefur ekki tíma til að pakka í töskuna, þú fórst of seint að sofa, þú ætlar bara að æfa seinna, þú nennir ekki ein(n). Finndu þínar afsakanir og gerðu ráðstafanir til að hindra þær.

VERTU KLÁR - komdu í veg fyrir að þú hættir við æfingu dagsins með því að hafa íþróttatöskuna tilbúna daginn/kvöldið áður. Ef þú æfir á morgnana getur þú haft æfingafötin tilbúin við rúmið þitt, jafnvel á náttborðinu. Sumir meðlima okkar eiga auka snyrtitösku sem fer aldrei úr íþróttatöskunni. Þannig sleppa þeir við að leita að hárbursta, sjampói eða öðru þegar þeir hafa sig til. Góður vani er að skella íþróttafötunum í þvottavélina um leið og þú kemur heim úr vinnu/af æfingu og setja um leið önnur hrein í töskuna. 

TRYGGÐU ÞÉR PLÁSS OG AÐHALD - byrjaðu á námskeiði, í Heilsuaðild eða hjá einkaþjálfara. Þá ertu mun líklegri til að standa við það að mæta á æfinguna og getur treyst því að æfingarnar verði góðar og fjölbreytilegar. Þjálfarinn veitir þér aðhald og þú átt alltaf þitt fasta pláss. 

GERÐU ÆFINGUNA SKEMMTILEGA - veldu þér þá hreyfingu sem þér þykir skemmtileg og fáðu góðan vin eða vinkonu, maka þinn eða vinnufélaga með þér í heilsuræktina. Þegar þú hefur lofað öðrum að mæta ertu mun ólíklegri til að hætta við. Auk þess er ómetanlegt að eiga góða æfingafélaga og frábær hugmynd að blanda æfingum og samveru saman. 

MUNDU HVERNIG ÞÉR LÍÐUR EFTIR ÆFINGAR - þegar þú ætlar að skrópa er sterkur leikur að hugsa um það hvernig þér líður þegar þú mætir. Hreyfing veitir vellíðan, eykur gleði og eflir sjálfstraustið!

Æfingadýna - Prolite

16.990 kr. 13.592 kr. -20%

Jógahandklæði

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

Vatnsflaska - Hreyfing

2.990 kr. 2.392 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka