Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Smáforrit - skemmtileg hvatning

Hugur

Notkun smáforrita getur verið skemmtileg viðbót og hvatning við æfingarnar. Þau geta minnt okkur á að gera hluti sem við vitum að við eigum að gera en vantar ef til vill að koma inn í rútínuna okkar, eins og t.d. að drekka vatn, borða ávexti og grænmeti, ganga stiga í stað þess að taka lyftuna og hætta að borða gos, nammi og skyndibita.  

Hér eru nokkur smáforrit sem við í Hreyfingu mælum með:

Boditrax.com
Boditrax er háþróuð og nákvæm tækni sem mælir líkamsástand þitt og hjálpar þér að ná markmiðum þínum á markvissan hátt. Skráðu þig inn á boditrax.com og sæktu smáforritið til að hafa mælingarnar þínar og markmiðin alltaf við höndina.


Ultra Human
- Blóðsykursmælir!
Ultra Human - Snjallhringur!


Myzone.org

Myzone er flott tækni sem virkar með Myzone púlsmælinum og er frábær leið til að ná meiri árangri í ræktinni. Púlsmælirinn tengist líka smáforriti Myzone í símanum þínum þar sem allar æfingar eru skráðar sjálfkrafa inn. Í Myzone appinu sérðu hvernig þú leggur þig fram á hverri æfingu, hvort sem þú ert úti að ganga, hlaupa, í sundi eða hvar sem er.

Athugaðu að sniðugt er að setja inn upplýsingar um líkamssamsetninguna þína úr Boditrax mælingunni inn í MyZone til að fá nákvæmari brennslutölu.


Mynetdiary.com
Matardagbókin í forritinu  www.mynetdiary.com hefur reynst mörgum vel. Að fylla út matardagbók er gott aðhald og hjálpar okkur að sjá fjölda hitaeininga yfir daginn. Hollur og hreinn matur inniheldur líka hitaeiningar sem við fitnum af ef við borðum of mikið af honum.

Að halda matardagbók er sérstaklega sniðugt ef þú ert að bæta þig í mataræðinu og veist ekki hvar þú átt að byrja. Þá er gott að halda matardagbók og láta fagmann fara yfir og ráðleggja þér. Einnig er gott að halda matardagbók ef þér finnst þú vera að gera allt rétt - hreyfa þig, slaka á og borða hollt - en sérð ekki árangur erfiðisins. 
Þú hleður niður forritinu í símann þinn og byrjar að merkja við. Fyrstu dagarnir geta verið pirrandi því þá þarftu að skrá ýmsar fæðutegundir í inn í minnið en oft erum við að borða sama matinn yfir vikuna og þá er auðvelt að taka þetta saman. 


Sidekick.com
Sidekick er skemmtilegt smáforrit  þar sem þú skráir inn hreyfingu, mataræði og slökun. Þú færð stig þegar þú borðar ávexti, drekkur vatn, mætir í leikfimi, gengur upp stiga o.fl. Þegar þú safnar stigum ertu líka að safna vatni sem UNICEF sér um að koma til þeirra sem þurfa. Þetta forrit minnir þig á mikilvægi jafnvægis á milli hreyfingar, næringar og hugarfars. 

Sidekick video kynning

 

 

Ultra Human Air - Snjallhringur Silver

64.990 kr. 51.992 kr. -20%

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

MZ Switch

24.990 kr. 19.992 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka