Kröftug þjálfun

Heildrænt námskeið sem sameinar styrktar-, þol- og hreyfiflæðisæfingar með áherslu á góða líkamsbeitingu. Þú færð vikuleg ráð og aðferðir sem hjálpa til við að bæta svefn, næringu, streitustjórnun og heildræna vellíðan. Með fjölbreyttum æfingum s.s. lyftingum, þollotum, æfingum í hjólasal og í infra heitum tímum styrkir þú líkama jafnt sem hugarfar. Kröftug þjálfun miðar að því að hámarka árangur og brjóta upp gömul mynstur. Leitt af Gígju, MSc í heilsusálfræði og stafrænum inngripum.
Innifalið:
- Þjálfun 3x í viku
- Fjölbreytt æfingakerfi - Styrkur / Infratímar / Hjól o.fl.
- Hvetjandi og fræðandi tölvupóstar 1x í viku
- Fróðleikur og fræðsla sent út reglulega til að hvetja þig enn frekar áfram
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útispa með heitum pottum, köldum pottiog gufuböðum
Minnum á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.
„Frábært námskeið, fjölbreyttar æfingar og dásamlegur þjálfari sem leggur metnað í að allir séu að gera sitt besta. Ég finn mikinn mun á styrkleika mínum strax á miðju námskeiði.“