BL+ Retinol Cream 0,3%
Endurnýjandi húðmeðferð sem hönnuð er til að vinna gegn öldrunareinkennum og bæta áferð húðarinnar. BL+ Retinol Cream 0.3% inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra efna sem hraða endurnýjunarferli húðfrumna, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens og lágmarka sýnileika hrukkna, svitahola og misfellna.
Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX.


Ítarlegri upplýsingar um vöru
ÁVINNINGUR
Með reglulegri notkun verður húðin sléttari og ljómameiri ásamt endurnýjaðri áferð. Ásýnd fínna lína og hrukkna minnkar.
-
Prófað af húðlæknum
-
Án ilmefna
-
Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
-
Hentar grænkerum
-
Hentar venjulegum, blönduðum og olíukenndum húðgerðum
-
Tilvalið fyrir þau sem eru að nota retínól í fyrsta sinn
-
Forðist notkun á meðgöngu
NOTKUN
-
Berðu lítið magn í dropastærð á hreina húð að kvöldi til. Forðastu augnsvæðið.
-
Byrjaðu að nota formúluna einu sinni í viku, í tvær vikur í senn. Þar á eftir tvisvar sinnum í viku, í tvær vikur.
-
Þolist formúlan vel, skaltu nota hana á hverju kvöldi til að hraða frumuendurnýjun.
-
Fylgdu á eftir með rakakremi ef þarf.
-
Mikilvægt er að nota sólarvörn á daginn þar sem retínól eykur ljósnæmi.