Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

BL+ The Serum

Til baka í vefverslun

Öflug formúla sem vinnur gegn öldrun húðar og styður við heilbrigði hennar. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX, sem bætir kollagenbirgðir húðar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar, ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C vítamíns og þriggja tegunda hýalúrónsýra.

Virkni:
The Serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.

Ávinningur:
Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

 • Létt, silkimjúk áferð
 • Prófað af húðlæknum
 • Án ilmefna
 • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
 • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum


  BL+ The Serum 15 ml. 
  BL+ The Serum 30 ml. 

  Veldu stærð hér: 

BL+ The Serum
BL+ The Serum BL+ The Serum BL+ The Serum

Ítarlegri upplýsingar um vöru

INNIHALDSEFNI

BL+ COMPLEX
Nýtt, byltingarkennt innihaldsefni sem er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu, nýtir einkaleyfi á hinum lífvirku örþörungum og kísil Bláa Lónsins og byggir á brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af örþörungum og kísil djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. BL+ COMPLEX vinnur gegn ótímabærri öldrun húðarinnar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag húðarinnar. 

BL+ COMPLEX er einstakt innihaldsefni á heimsvísu og finnst einungis í The Serum.

JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS
Hann á uppruna sinn á 2.000 metra dýpi á jarðhitasvæðinu Svartsengi á Reykjanesi. Jarðsjórinn er dýrmæt uppspretta hinna ýmsu steinefna sem endurnæra húðina og gera hana móttækilegri fyrir upptöku annarra virkra innihaldsefna. Jarðsjór Bláa Lónsins gegnir því lykilhlutverki í að tryggja heildarárangur formúlunnar.

C-VÍTAMÍN
Eitt þekktasta andoxunarefnið á markaðnum sem bæði veitir öfluga vörn gegn umhverfismengun, hlutleysir sindurefni í húð ásamt því að jafna húðtón. Í formúlunni er askorbýl glúkósíð, eitt af stöðugri formum C-vítamíns, sem umbreytist í L-askorbínsýru þegar það hefur frásogast í húð.

HÝALÚRÓNSÝRU-ÞRENNA
Kröftug þrenna sameinda sem draga til sína raka og auka þannig rakastig húðarinnar. Þrjár mismunandi sameindastærðir; natríumhýalúrónat, vatnsrofin hýalúrónsýra og sundruð vatnsrofin hýalúrónsýra, tryggja raka niður í dýpstu húðlögin.