Mineral Intensive Cream
Ríkulegt og nærandi krem sem inniheldur jarðsjó Bláa Lónsins. Það nærir og veitir mjög þurri og viðkvæmri húð mikinn raka. Þetta milda og sefandi krem var þróað til að draga úr vandamálum vegna mikils þurrks í húð og koma í veg fyrir endurtekin einkenni.


Ítarlegri upplýsingar um vöru
ÁVINNINGUR
Mineral Intensive Cream innsiglar raka á sama tíma og það sefar, nærir og veitir mjög þurri og viðkvæmri húð vellíðan. Það er notað í Lækningalind Bláa Lónsins en þar hefur verið boðið upp á náttúrulega og áhrifaríka meðferð við sóríasis síðan 1994.
-
Ríkuleg áferð
-
Hentar mjög þurrum og viðkvæmum húðgerðum
-
Prófað af húðlæknum
-
Án ilmefna
-
Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
NOTKUN
-
Berðu á mjög þurr eða sjáanlega viðkvæm svæði á andliti og líkama, þar á meðal olnboga og hné, með léttu nuddi.
-
Notaðu daglega á mjög þurr svæði.